„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:51 Dagur Sigurðsson var annar af tveimur Íslendingum sem gladdist yfir sigri Króata í kvöld. Hann vonar samt að samlandar sínir komist áfram í átta liða úrslit. vísir / vilhelm „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða