Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon og Þráinn Þorvaldsson skrifa 25. janúar 2025 21:31 Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. Hún borðaði að mestu leyti unnar matvörur og hreyfði sig lítið vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tíma. Anna ákvað að skrá sig í líkamsrækt. Hún byrjaði smátt með léttum styrktaræfingum á tækjum með leiðsögn þjálfara. Á fyrstu mánuðunum fann hún hvernig úthald hennar jókst smám saman. Nokkrum mánuðum síðar var Anna með betri líkamsstöðu. Liðir hennar voru ekki lengur stirðir, og hún var orðin orkumeiri. Anna hélt áfram að stunda líkamsrækt og snæða hollan mat. „Ég hafði aldrei ímyndað mér hve góð áhrif þetta myndi hafa á lífsgæði mín.“ sagði Anna. Þessi tilbúna saga er reynsla margra. Vitað er að hreyfing, mataræði og lífsstíll skipta mestu máli í forvörnum gegn sjúkdómum. Flestir vita þó af eigin reynslu að ekki er auðvelt að breyta um lífsstíl, hreyfa sig og borða hollt. Fleira þarf til en góð áform og þar á meðal fjárhagslegur stuðningur, ekki síst fyrir margt eldra fólk sem hefur minna milli handanna. Í hreyfingu aldraðra hefur sannast að sú hugmyndafræði sem heilsuefling með handleiðslu grundvallast á skiptir mestu máli. Þá hugmyndafræði hefur Dr. Janus Guðlaugsson menntað sig í, þróað og innleitt á undanförnum árum með mjög góðum árangri um land allt. Markmið Janusar heilsueflingar eru m.a. að: bæta heilsutengdar forvarnir - efla hreyfifærni - bæta styrk og þol - auka líkamlega afkastagetu og bæta heilsu og lífsgæði. Langtíma markmið verkefnisins eru að gera einstaklingum kleift að takast lengur á við athafnir daglegs lífs, búa lengur í sjálfstæðri búsetu og hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Við eldri borgarar sem ritum þennan pistil höfum notið þess á undanförnum árum að taka þátt í heilsueflingarverkefni Janusar. Við höfum fundið hvað sú þátttaka skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar og teljum fátt geti haft meira forvarnargildi. Því kemur okkur ekki á óvart að í skýrslu OECD frá árinu 20221 kemur fram að að þeir sem taka þátt í heilsueflingu Janusar eiga kost á að lengja líf sitt um allt að 7 ár. Einnig kemur fram í skýrslu OECD að með reglulegri hreyfingu megi koma í veg fyrir um 464 tegundir langvinnra sjúkdóma þar af 37% hjarta- og æðasjúkdóma. Nokkur sveitarfélög hafa áttað sig á þessu og því ákveðið að styrkja þátttöku eldra fólks í heilsueflingarverkefni Janusar. Hins vegar vekur það athygli okkar að hvorki heilbrigðisyfirvöld né stærstu sveitarfélögin virðast hafa áttað sig á að styrkur til slíkrar heilsueflingar eru smáaurar borið saman við þann sparnað í heilbrigðisútgjöldum sem af styrknum leiðir svo ekki sé talað um þau lífsgæði sem af hljótast. Áskrift hjá Janusi heilsueflingu kostar kr. 24.900 á mánuði. Í því er m.a. innifalið heilsurækt, heilsufarsmælingar, markviss leiðsögn 3x í viku, heilsutengd fræðsluerindi og aðgengi að heilsuappi. Greiðsluþátttaka sveitarfélaganna í verkefninu sem taka þátt í kostnaði er mismunandi en hún er um 50-80% af kostnaði verkefnisins. Ef rekstrarkostaður við ársdvöl eins einstaklings á dvalar og hjúkrunarheimili er um 20 milljónir króna þá þarf ekki marga til að greiða niður verkefni sem þetta. Í raun þarf aðeins að fresta innlögn á hjúkrunarheimili fyrir t.d. einn einstakling í Fjarðarbyggð á ári til að greiða verkefnið þar niður og gott betur. Ef t.d. næðist að seinka þörf fyrir 100 hjúkrunarrými næðist 2ja milljarða króna sparnaður á einu ári hjá hinu opinbera. Þá eru ekki meðtaldar auknar tekjur sveitarfélaganna vegna meiri útsvarstekna fólks sem getur verið lengur en ella á vinnumarkaði, dvelur lengur í eigin húsnæði og þarf síður á heimaþjónustu að halda. Svipuð dæmi mætti nefna um sparnað sem skipulögð gagnreynd heilsuefling aldraðra hefur í för með sér á kostnaði vegna læknis- og sjúkrahúsaðgerða og lyfjakostnaðar. Nefna mætti kostnað vegna sykursýkislyfja sem hefur margfaldast á undanförnum árum, einkum vegna tilkomu nýrra og mjög dýrra lyfja sem bæði hafa verið notuð við sykursýki 2 og til þyngdarstjórnunar. Kostnaður vegna þessara lyfja er nú kominn á 3ja milljarð hjá Sjúkratryggingum en þann kostnað má lækka verulega og mælanlega með skipulegri framkvæmd um aukna hreyfingu og líkamsrækt sem er vitað að geti að miklu leyti dregið úr offitu og sykursýki 2. Svona mætti lengi telja hvað varðar aðra sjúkdóma. Að okkar mati er hér komin góð og ódýr sparnaðarleið fyrir sveitarfélög og nýja ríkisstjórn sem hefur auglýst eftir sparnaðarleiðum auk þess að kveða á um þjóðarverkefni í umönnun eldra fólks í stjórnarsáttmála. Til langs tíma er um að ræða miljarða sparnað fyrir þjóðfélagið. Við hvetjum því nýja ríkisstjórn og öll sveitarfélög til þess að styðja eldri borgara til þátttöku í heilsueflingarverkefni, þeim og samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru tveir eldriborgarar. 1 OECD (2022), Healthy Eating and Active Lifestyles: Best Practices in Public Health, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/40f65568-en. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Anna var komin á efri ár og hafði undanfarin ár átt erfitt með að halda sér í góðu líkamsástandi. Hún hafði lengi fundið fyrir orkuleysi, stirðleika í liðum og var oftast þreytt í lok dags. Hún borðaði að mestu leyti unnar matvörur og hreyfði sig lítið vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tíma. Anna ákvað að skrá sig í líkamsrækt. Hún byrjaði smátt með léttum styrktaræfingum á tækjum með leiðsögn þjálfara. Á fyrstu mánuðunum fann hún hvernig úthald hennar jókst smám saman. Nokkrum mánuðum síðar var Anna með betri líkamsstöðu. Liðir hennar voru ekki lengur stirðir, og hún var orðin orkumeiri. Anna hélt áfram að stunda líkamsrækt og snæða hollan mat. „Ég hafði aldrei ímyndað mér hve góð áhrif þetta myndi hafa á lífsgæði mín.“ sagði Anna. Þessi tilbúna saga er reynsla margra. Vitað er að hreyfing, mataræði og lífsstíll skipta mestu máli í forvörnum gegn sjúkdómum. Flestir vita þó af eigin reynslu að ekki er auðvelt að breyta um lífsstíl, hreyfa sig og borða hollt. Fleira þarf til en góð áform og þar á meðal fjárhagslegur stuðningur, ekki síst fyrir margt eldra fólk sem hefur minna milli handanna. Í hreyfingu aldraðra hefur sannast að sú hugmyndafræði sem heilsuefling með handleiðslu grundvallast á skiptir mestu máli. Þá hugmyndafræði hefur Dr. Janus Guðlaugsson menntað sig í, þróað og innleitt á undanförnum árum með mjög góðum árangri um land allt. Markmið Janusar heilsueflingar eru m.a. að: bæta heilsutengdar forvarnir - efla hreyfifærni - bæta styrk og þol - auka líkamlega afkastagetu og bæta heilsu og lífsgæði. Langtíma markmið verkefnisins eru að gera einstaklingum kleift að takast lengur á við athafnir daglegs lífs, búa lengur í sjálfstæðri búsetu og hafa möguleika á að starfa lengur á vinnumarkaði. Við eldri borgarar sem ritum þennan pistil höfum notið þess á undanförnum árum að taka þátt í heilsueflingarverkefni Janusar. Við höfum fundið hvað sú þátttaka skiptir miklu máli fyrir heilsu okkar og teljum fátt geti haft meira forvarnargildi. Því kemur okkur ekki á óvart að í skýrslu OECD frá árinu 20221 kemur fram að að þeir sem taka þátt í heilsueflingu Janusar eiga kost á að lengja líf sitt um allt að 7 ár. Einnig kemur fram í skýrslu OECD að með reglulegri hreyfingu megi koma í veg fyrir um 464 tegundir langvinnra sjúkdóma þar af 37% hjarta- og æðasjúkdóma. Nokkur sveitarfélög hafa áttað sig á þessu og því ákveðið að styrkja þátttöku eldra fólks í heilsueflingarverkefni Janusar. Hins vegar vekur það athygli okkar að hvorki heilbrigðisyfirvöld né stærstu sveitarfélögin virðast hafa áttað sig á að styrkur til slíkrar heilsueflingar eru smáaurar borið saman við þann sparnað í heilbrigðisútgjöldum sem af styrknum leiðir svo ekki sé talað um þau lífsgæði sem af hljótast. Áskrift hjá Janusi heilsueflingu kostar kr. 24.900 á mánuði. Í því er m.a. innifalið heilsurækt, heilsufarsmælingar, markviss leiðsögn 3x í viku, heilsutengd fræðsluerindi og aðgengi að heilsuappi. Greiðsluþátttaka sveitarfélaganna í verkefninu sem taka þátt í kostnaði er mismunandi en hún er um 50-80% af kostnaði verkefnisins. Ef rekstrarkostaður við ársdvöl eins einstaklings á dvalar og hjúkrunarheimili er um 20 milljónir króna þá þarf ekki marga til að greiða niður verkefni sem þetta. Í raun þarf aðeins að fresta innlögn á hjúkrunarheimili fyrir t.d. einn einstakling í Fjarðarbyggð á ári til að greiða verkefnið þar niður og gott betur. Ef t.d. næðist að seinka þörf fyrir 100 hjúkrunarrými næðist 2ja milljarða króna sparnaður á einu ári hjá hinu opinbera. Þá eru ekki meðtaldar auknar tekjur sveitarfélaganna vegna meiri útsvarstekna fólks sem getur verið lengur en ella á vinnumarkaði, dvelur lengur í eigin húsnæði og þarf síður á heimaþjónustu að halda. Svipuð dæmi mætti nefna um sparnað sem skipulögð gagnreynd heilsuefling aldraðra hefur í för með sér á kostnaði vegna læknis- og sjúkrahúsaðgerða og lyfjakostnaðar. Nefna mætti kostnað vegna sykursýkislyfja sem hefur margfaldast á undanförnum árum, einkum vegna tilkomu nýrra og mjög dýrra lyfja sem bæði hafa verið notuð við sykursýki 2 og til þyngdarstjórnunar. Kostnaður vegna þessara lyfja er nú kominn á 3ja milljarð hjá Sjúkratryggingum en þann kostnað má lækka verulega og mælanlega með skipulegri framkvæmd um aukna hreyfingu og líkamsrækt sem er vitað að geti að miklu leyti dregið úr offitu og sykursýki 2. Svona mætti lengi telja hvað varðar aðra sjúkdóma. Að okkar mati er hér komin góð og ódýr sparnaðarleið fyrir sveitarfélög og nýja ríkisstjórn sem hefur auglýst eftir sparnaðarleiðum auk þess að kveða á um þjóðarverkefni í umönnun eldra fólks í stjórnarsáttmála. Til langs tíma er um að ræða miljarða sparnað fyrir þjóðfélagið. Við hvetjum því nýja ríkisstjórn og öll sveitarfélög til þess að styðja eldri borgara til þátttöku í heilsueflingarverkefni, þeim og samfélaginu öllu til heilla. Höfundar eru tveir eldriborgarar. 1 OECD (2022), Healthy Eating and Active Lifestyles: Best Practices in Public Health, OECD Publishing, Paris, https://doi.org/10.1787/40f65568-en.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun