Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. janúar 2025 00:20 Michael Jackson tróð upp á Ofurskálinni í janúar 1993 en nokkrum mánuðum síðar var hann sakaður um kynferðislega áreitni. Getty Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt. Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira