Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 09:31 Aron Pálmarsson hughreystir hér Viktor Gísla Hallgrímsson eftir leikinn í gær. Viktor Gísli var frábær á þessu móti. Vísir/Vilhelm Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið? Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti „Við getum bara verið fúlir“ Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Sjá meira
Níunda sætið er niðurstaðan eftir grátlegan endir þar sem einn skelfilegur hálfleikur á móti Króatíu réði öðru fremur örlögum íslenska liðsins. Stefán Árni Pálsson vildi fá að vita hver sé framtíðarsýn sérfræðinganna Einars Jónssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar varðandi íslenska landsliðið. Þeir nefndu líka nokkra leikmenn sem eru að banka á landsliðsdyrnar. „Hvernig leggst framtíðin í ykkur strákar? Það má alveg gera ráð fyrir því að Aron Pálmarsson verði áfram með okkur. Það er spurning með Björgvin Pál og hvort hann sé áfram í landsliðinu. Aðrir verða bara. Þeir eru á þeim aldri að þeir verða bara áfram,“ sagði Stefán Árni. Þriðji marvörður „Framtíðin leggst mjög vel í mig. Við þurfum að taka inn þriðja markmann. Það má vel vera að Bjöggi verði bara áfram þarna og hann er næstbesti markvörðurinn okkar í dag. Ég held að við þurfum að huga að því að finna einhvern sem getur tekið við þessu hlutverki,“ sagði Einar. „Ég vil sjá smá breytingar. Bara aðeins að poppa þetta upp. Fá ný andlit inn í þetta og aðeins að þrýsta á menn. Þessi kjarni sem er þarna og þeir sem hafa verið að spila vel verða þarna áfram. Bara flottir og allt það,“ sagði Einar. Vantar eitthvað krydd í þetta „Það vantar eitthvað krydd í þetta og þá fyrst og fremst sóknarlega. Þessir leikmenn eru búnir að fá þrjú, fjögur, fimm mót. Einhvern veginn stöndum við alltaf upp með það að Aron sé bestur,“ sagði Einar. „'Hvaða leikmenn eru að banka á dyrnar,“ spurði Stefán Árni. „Ég segi alltaf Reynir Stefánsson,“ sagði Einar en hann þjálfar þann efnilega strák hjá Fram. „Andri Már [Rúnarsson] í Leipzig gæti verið svona power-player sem við gætum notað,“ sagði Ásgeir Örn. „Andri, Reynir, Birgir Steinn [Jónsson í Aftureldingu] er ógeðslega flottur. Skarpi [Skarphéðinn Ívar Einarsson] er búinn að vera geggjaður hjá þér [Ásgeir þjálfar Hauka] fyrri hluta tímabilsins. Þetta eru strákar sem eru í 21 árs landsliðinu hjá okkur,“ sagði Einar. „Þetta eru svona leikmenn sem þú getur fengið tíu mörk frá. Einhver sem er með Aroni,“ sagði Einar. „Þetta eru líka leikmenn sem spila vörn líka,“ sagði Ásgeir. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar „Þeir geta allir spilað vörn og þetta eru gaurar sem geta lyft sér upp og skotið á markið. Þeir eru með góð gólfskot. Þetta eru ekki einhverjir hnoðarar. Við erum með nóg af leikmönnum sem geta fintað og eitthvað svona,“ sagði Einar. „Það má ekki misskilja mig. Mér finnst allir þessir strákar í þessu liði í dag góðir á sinn hátt. Þetta eru frábærir handboltamenn enda að spila í toppklassa liðum,“ sagði Einar. „Við þurfum að hugsa líka hvernig okkar blanda þarf að vera í landsliðinu,“ sagði Einar. Það má hlusta á þessar vangaveltur og fleiri í þættinum sem má finna allan hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Handbolti Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims Handbolti Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Enski boltinn Áhorfandi lést eftir að hafa fengið sleggju í sig Sport Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Íslenski boltinn Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Enski boltinn Sökuð um að nota fimleikastelpurnar sínar eins og hún væri að reka vændishús Sport Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Handbolti „Við getum bara verið fúlir“ Handbolti Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims „Við getum bara verið fúlir“ Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Sjá meira