Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 27. janúar 2025 10:15 Stjórnendur fyrirtækja verja margir töluverðum tíma, orku og fjármagni í það að styrkja ímynd sína. Þeir láta fagljósmyndara taka góða ljósmynd, kaupa ráðgjöf um hvað skuli segja, hvenær og hvernig – og reyna síðan að koma sér í viðtöl þar sem markmiðið er að segja eitthvað háfleygt og gáfulegt. Mér er til efs að þetta skili einhverjum raunverulegum árangri eða betri rekstartölum, nema hugsanlega betri ímynd stjórnandans sjálfs til skemmri tíma. Það hefur líklegast verið með þessum hætti sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri ríkisfyrirtækisins Isavia, fór í ítarlegt viðtal á visir.is fyrir tæpu ári. Isavia hefur lengi verið umdeilt fyrir vinnubrögð og harkalega framkomu gagnvart öðrum fyrirtækjum og væntanlega hefur forstjórinn eitthvað viljað hressa upp á ímyndina. Viðtalið var líkt og gott helgarnámskeið í stjórnunarskóla þar sem rætt var um stefnumótunarvinnu, vinnustaðamenningu, sjálfsþroska, stjórnendastíl og menningarvegferð – mest froða en lítið innihald. Forstjórinn kom því á framfæri í viðtalinu að hann hefði þjáðst af forðunar- og einræðishegðun en ætli að bæta ráð sitt og láta af þeim ósóma. Auðmýkt Isavia Í þessu tímamótaviðtali segir Sveinbjörn meðal annars: „Ég man til dæmis eftir því að hafa tekið ákvörðun um að koma fram með ákveðna auðmýkt í fjölmiðlaviðtölum. Því ímynd Isavia var þess eðlis að ég taldi auðmýkt einfaldlega þurfa til þess að endurspegla betur hver við erum í raun sem hér störfum.“ Þetta er fallega sagt og það er alveg ljóst að þær gífurlegu fjárhæðir sem Isavia hefur varið í almannatengslaráðgjöf á liðnum árum eru að skila sér – í það minnsta í orði. Hvorki Isavia né forstjórinn hafa þó sýnt mikla auðmýkt á liðnum vikum þar sem kallað hefur verið eftir upplýsingum um kostnað vegna þeirrar auglýsingarherferðar sem ríkisfyrirtækið hefur ráðist í. Sem kunnugt er keypti Isavia dýrasta auglýsingapláss sem fyrirfinnst í sjónvarpi hér á landi á gamlárskvöld til að frumsýna nærri tveggja mínútna auglýsingu. Þessu hefur svo verið fylgt eftir með frekari birtingum. Ég var svo barnalegur í fyrri greinum mínum að halda að kostnaðurinn við birtinguna og framleiðslu auglýsingarinnar hlypi á milljónum en fróðir menn úr auglýsingabransanum hafa hlegið að mér og telja að kostnaðurinn hlaupi á fleiri tugum milljóna. Þegar blaðamaður Vísis óskaði eftir upplýsingum um hvað herferðin hefði kostað skattgreiðendur var svar Isavia stutt og laggott og gjörsamlega laust við alla auðmýkt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“ Það lítur út fyrir að ákvörðunin um að koma fram með auðmýkt í fjölmiðlum hafi verið tekin til mjög skamms tíma. Fyrirtækjum er auðvitað frjálst að ráðast í auglýsingarherferðir til þess að reyna að bæta ímynd sína. Flest fyrirtæki þurfa hins vegar að réttlæta slíkan kostnað fyrir stjórnum og hluthöfum og sjálfsagt eru ýmis dæmi þess að réttlætanlegt sé að verja fjármagni í slíkt hjá einkafyrirtækjum. Opinber fyrirtæki eiga hins vegar að bæta ímynd sína einfaldlega með því að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna. Fáir halda því fram að Isavia hafi gert það. Aðsend Raunveruleikinn umvafinn plasti og flugvélar úti á hlaði Á meðan tugum milljóna er varið í ímyndarherferð fyrir stjórnendur Isavia ferðast stór hluti farþega í rútum til og frá flugvélum sem staðsettar eru lengst úti á flughlaði – næstum einum og hálfum áratug eftir að ferðamannasprengjan hófst á Íslandi í kjölfar hruns íslensku krónunnar og goss í Eyjafjallajökli. Sjálfsafgreiðslubásar fyrir vegabréfaeftirlit í komusal flugstöðvarinnar eru enn vafðir plasti (sjá mynd hér fyrir neðan sem tekin var í vikunni). Básarnir voru þó ekki notaðir í tveggja mínútna ímyndarauglýsingunni en þess má geta að básarnir eru eldri en fyrrgreint ímyndarviðtal við forstjórann, enda hafa þeir verið í plastaðir þarna í vel á annað ár. Þegir stjórn Isavia málið í hel? Stjórn Isavia ber að grípa fram fyrir hendur á forstjóra sem veldur illa starfi sínu. Þegar forstjórinn leggur fram hugmynd til stjórnar um að fara í tugmilljóna ímyndarherferð í íslenskum fjölmiðlum, hefði stjórnin átt að spyrja hvort að ekki lægi til dæmis meira á að klára ýmsar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, eins og til dæmis fyrrnefnda sjálfsafgreiðslustöðvar í vegabréfaeftirlitinu. Formaður stjórnar Isavia er Kristján Þór Júlíusson, fv. ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í stjórninni sitja einnig Jón Steindór Valdimarsson, nýráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra (sem heldur á eina hlutabréfinu í Isavia), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins og Hrólfur Ölvisson, fv. framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Það mætti beina þeirri spurningu til þeirra allra hvort þau séu sátt við að Isavia neiti að svara spurningum fjölmiðla um kostnaðinn við ímyndarherferð ríkisfyrirtækisins. Munu þau sýna skattgreiðendum þá sjálfsögðu kurteisi að svara fyrir þetta? Eða er kannski bara þægilegast að reyna að þegja óþægileg mál í hel og spá frekar í hvort að það verði pönnukökur eða skonsur á næsta stjórnarfundi? Höfundur er viðskiptavinur og hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Auglýsinga- og markaðsmál Fréttir af flugi Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Stjórnendur fyrirtækja verja margir töluverðum tíma, orku og fjármagni í það að styrkja ímynd sína. Þeir láta fagljósmyndara taka góða ljósmynd, kaupa ráðgjöf um hvað skuli segja, hvenær og hvernig – og reyna síðan að koma sér í viðtöl þar sem markmiðið er að segja eitthvað háfleygt og gáfulegt. Mér er til efs að þetta skili einhverjum raunverulegum árangri eða betri rekstartölum, nema hugsanlega betri ímynd stjórnandans sjálfs til skemmri tíma. Það hefur líklegast verið með þessum hætti sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri ríkisfyrirtækisins Isavia, fór í ítarlegt viðtal á visir.is fyrir tæpu ári. Isavia hefur lengi verið umdeilt fyrir vinnubrögð og harkalega framkomu gagnvart öðrum fyrirtækjum og væntanlega hefur forstjórinn eitthvað viljað hressa upp á ímyndina. Viðtalið var líkt og gott helgarnámskeið í stjórnunarskóla þar sem rætt var um stefnumótunarvinnu, vinnustaðamenningu, sjálfsþroska, stjórnendastíl og menningarvegferð – mest froða en lítið innihald. Forstjórinn kom því á framfæri í viðtalinu að hann hefði þjáðst af forðunar- og einræðishegðun en ætli að bæta ráð sitt og láta af þeim ósóma. Auðmýkt Isavia Í þessu tímamótaviðtali segir Sveinbjörn meðal annars: „Ég man til dæmis eftir því að hafa tekið ákvörðun um að koma fram með ákveðna auðmýkt í fjölmiðlaviðtölum. Því ímynd Isavia var þess eðlis að ég taldi auðmýkt einfaldlega þurfa til þess að endurspegla betur hver við erum í raun sem hér störfum.“ Þetta er fallega sagt og það er alveg ljóst að þær gífurlegu fjárhæðir sem Isavia hefur varið í almannatengslaráðgjöf á liðnum árum eru að skila sér – í það minnsta í orði. Hvorki Isavia né forstjórinn hafa þó sýnt mikla auðmýkt á liðnum vikum þar sem kallað hefur verið eftir upplýsingum um kostnað vegna þeirrar auglýsingarherferðar sem ríkisfyrirtækið hefur ráðist í. Sem kunnugt er keypti Isavia dýrasta auglýsingapláss sem fyrirfinnst í sjónvarpi hér á landi á gamlárskvöld til að frumsýna nærri tveggja mínútna auglýsingu. Þessu hefur svo verið fylgt eftir með frekari birtingum. Ég var svo barnalegur í fyrri greinum mínum að halda að kostnaðurinn við birtinguna og framleiðslu auglýsingarinnar hlypi á milljónum en fróðir menn úr auglýsingabransanum hafa hlegið að mér og telja að kostnaðurinn hlaupi á fleiri tugum milljóna. Þegar blaðamaður Vísis óskaði eftir upplýsingum um hvað herferðin hefði kostað skattgreiðendur var svar Isavia stutt og laggott og gjörsamlega laust við alla auðmýkt: „Isavia deilir ekki upplýsingum um fjármál félagsins umfram það sem kemur fram í ársreikningum þess.“ Það lítur út fyrir að ákvörðunin um að koma fram með auðmýkt í fjölmiðlum hafi verið tekin til mjög skamms tíma. Fyrirtækjum er auðvitað frjálst að ráðast í auglýsingarherferðir til þess að reyna að bæta ímynd sína. Flest fyrirtæki þurfa hins vegar að réttlæta slíkan kostnað fyrir stjórnum og hluthöfum og sjálfsagt eru ýmis dæmi þess að réttlætanlegt sé að verja fjármagni í slíkt hjá einkafyrirtækjum. Opinber fyrirtæki eiga hins vegar að bæta ímynd sína einfaldlega með því að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina sinna. Fáir halda því fram að Isavia hafi gert það. Aðsend Raunveruleikinn umvafinn plasti og flugvélar úti á hlaði Á meðan tugum milljóna er varið í ímyndarherferð fyrir stjórnendur Isavia ferðast stór hluti farþega í rútum til og frá flugvélum sem staðsettar eru lengst úti á flughlaði – næstum einum og hálfum áratug eftir að ferðamannasprengjan hófst á Íslandi í kjölfar hruns íslensku krónunnar og goss í Eyjafjallajökli. Sjálfsafgreiðslubásar fyrir vegabréfaeftirlit í komusal flugstöðvarinnar eru enn vafðir plasti (sjá mynd hér fyrir neðan sem tekin var í vikunni). Básarnir voru þó ekki notaðir í tveggja mínútna ímyndarauglýsingunni en þess má geta að básarnir eru eldri en fyrrgreint ímyndarviðtal við forstjórann, enda hafa þeir verið í plastaðir þarna í vel á annað ár. Þegir stjórn Isavia málið í hel? Stjórn Isavia ber að grípa fram fyrir hendur á forstjóra sem veldur illa starfi sínu. Þegar forstjórinn leggur fram hugmynd til stjórnar um að fara í tugmilljóna ímyndarherferð í íslenskum fjölmiðlum, hefði stjórnin átt að spyrja hvort að ekki lægi til dæmis meira á að klára ýmsar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, eins og til dæmis fyrrnefnda sjálfsafgreiðslustöðvar í vegabréfaeftirlitinu. Formaður stjórnar Isavia er Kristján Þór Júlíusson, fv. ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í stjórninni sitja einnig Jón Steindór Valdimarsson, nýráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra (sem heldur á eina hlutabréfinu í Isavia), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, nýkjörinn þingmaður Miðflokksins og Hrólfur Ölvisson, fv. framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Það mætti beina þeirri spurningu til þeirra allra hvort þau séu sátt við að Isavia neiti að svara spurningum fjölmiðla um kostnaðinn við ímyndarherferð ríkisfyrirtækisins. Munu þau sýna skattgreiðendum þá sjálfsögðu kurteisi að svara fyrir þetta? Eða er kannski bara þægilegast að reyna að þegja óþægileg mál í hel og spá frekar í hvort að það verði pönnukökur eða skonsur á næsta stjórnarfundi? Höfundur er viðskiptavinur og hluthafi í Isavia ohf. líkt og allir Íslendingar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar