Af styrkjum Sigmar Guðmundsson skrifar 29. janúar 2025 08:01 Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Formaður Framsóknar vill að fram fari rannsókn á ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka enda hefur komið í ljós að fimm flokkar hafa á liðnum árum fengið styrk án þess að vera rétt skráðir. Sigurður Ingi er með þessu að biðja um rannsókn á því hvers vegna ráðuneyti í hans eigin ríkisstjórn blessaði þessa styrki án þess að skráning flokkanna væri rétt. Þessi krafa Sigurðar Inga um rannsókn á verklagi í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar staðfestir fyrir okkur að þessir gömlu „samstarfsflokkar“ ætla að halda áfram að rífast í stjórnarandstöðu. Verði þeim að góðu. Þeir sjálfstæðismenn sem hæst tala í þessu máli gagnrýna Flokk fólksins harkalega en skauta algerlega fram hjá því að þeirra eigin flokkur fékk greidda út styrki án réttrar skráningar. Styrkurinn til Sjálfstæðisflokksins var greiddur út þegar fjármálaráðherra flokksins hélt um veskið og bar sem slíkur þá ábyrgð sem fylgir setu í ráðuneytinu. Mistökin voru gerð í tíð síðustu ríkisstjórnar. Mér finnst mjög eðlilegt að gera þá kröfu að Flokkur fólksins bregðist við og lagfæri þetta og formaðurinn hefur sagt að það verði gert. Hinir flokkarnir hafa nú þegar lagfært þetta hjá sér. Það er líka eðlilegt að skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í því skyni að þetta endurtaki sig ekki. Allir flokkar sem fá fjármagn úr ríkissjóði verða að sætta sig að reglur um slíka styrki séu strangar og að þeim sé fylgt eftir. Hvort það leiði til þess að þeir þurfi að endurgreiða styrkina er nú til skoðunar í fjármálaráðuneytinu og klárast vonandi fljótt. Sjálfur efast ég ekki um að Sjálfstæðisflokkurinn, VG, Píratar, Sósíalistar og Flokkur fólksins séu stjórnmálaflokkar í hefðbundnum skilning þótt þeir hafi allir gert þessi mistök. Ekkert hefur komið fram um að þessir flokkar hafi nýtt fjármagnið í annað en því var ætlað samkvæmt reglum. Það er aðalatriðið þótt formreglurnar skipti líka máli. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar