Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2025 22:31 Dagur Sigurðsson sýndi nú alveg tilfinningar á hliðarlínunni í Zagreb í kvöld. Getty/Slavko Midzor Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld. Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ungverjar voru á góðri leið með að landa sigri og náðu fjögurra marka forskoti þegar fimm og hálf mínúta voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar fimm síðustu mörkin, það síðasta gerði Marin Sipic á síðustu sekúndu leiksins, og þeir unnu 31-30. Króatískir fjölmiðlamenn báðu Dag, sem virðist hafa einstakt lag á að halda yfirvegun á ögurstundu í spennuleikjum, um að sýna tilfinningar sínar eftir sigurinn dramatíska í gærkvöld. Dagur mun þá hafa lyft höndum og sagt: „Ég er glaður“. Enda ekki annað hægt eftir rússíbanareiðina í gær, fyrir framan smekkfulla höll í Zagreb. Dagur bendir á að sigurinn sé enn kærkomnari eftir tvo erfiða leiki við Ísland og Slóveníu í aðdragandanum, og mikil meiðsli í herbúðum Króata. „Gerist bara á tíu ára fresti“ „Ungverjar spiluðu frábærlega. Þetta var erfitt fyrir okkur því við þurftum að berjast fyrir hverju einasta marki í síðustu tveimur leikjum. Það tók mikla orku frá okkur. Við það bætast svo öll meiðslin,“ sagði Dagur samkvæmt 24 Sata. Mario Sostaric og Filip Glavas fögnuðu vel eftir sigurinn í kvöld.Getty/Sanjin Strukic „Lokin á leiknum voru töfrum líkust. Ótrúleg. Það sem gerðist á lokasekúndunum gerist bara á tíu ára fresti. Ég verð að þakka öllum stuðningsmönnunum og leikmönnum því þeir gáfust ekki upp. Sumir þeirra fórnuðu líkamanum bókstaflega í þetta,“ sagði Dagur. Undir mikilli pressu en kominn í undanúrslit „Það voru margir leikmenn tilbúnir að taka ábyrgð og hjálpa liðinu. Við vissum að menn væru mjög þreyttir, og að það væri einstaklega mikið um meiðsli, en það var alltaf einhver nýr tilbúinn að stökkva til og hjálpa liðinu. Stórkostlegt,“ sagði Dagur og bætti við að ekkert sérstakt plan hefði verið varðandi síðustu sóknina sem endaði svo vel. Hann var ráðinn til að ná árangri í Króatíu, eftir mögur ár króatíska liðsins, og byrjaði á að koma liðinu inn á Ólympíuleikana í París en þar gekk hins vegar illa. Við það jókst pressan á Íslendingnum, og ekki síður þegar Króatar töpuðu fyrir Egyptalandi í fyrstu alvöru prófraun sinni á HM, á heimavelli. Síðan þá hefur hins vegar allt gengið Degi í hag. „Ég er kominn í undanúrslit eftir tíu mánuði [í starfi]. Við erum á réttri braut. Við spiluðum vel fyrir Ólympíuleikana og núna erum við í undanúrslitum. Þetta er ekki auðvelt starf, sjáið bara liðin sem blómstruðu í París því mörg þeirra eru ekki lengur á HM. Við verðum að njóta þessarar stundar. Við njótum þess að spila á heimavelli,“ sagði Dagur sem á nú fyrir höndum leik við Frakka á fimmtudagskvöld áður en spilað verður um verðlaun í Bærum í Noregi.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira