Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Kjartan Kjartansson skrifar 29. janúar 2025 10:48 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs og leiðtogi Verkamannaflokksins, og Trygve Slagsvold Vedum, fjármálaráðherra og leiðtogi Miðflokksins. Flokkar þeirra gætu haldið hvor í sína áttina eftir fundarhöld dagsins. Vísir/EPA Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna í Noregi funda um framtíð samstarfs þeirra í dag. Óeining á milla flokkanna um svonefndan fjórða orkupakka Evrópusambandsins gæti splundrað stjórninni. Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september. Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Þingmönnum bæði Verkamannaflokks Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, og Miðflokksins hefur verið sagt að vera tilbúnir fyrir skyndifundi í dag og í kvöld fyrir utan þingflokksfundi sem eiga að fara fram um miðjan dag, að sögn norska ríkisútvarpsins. Deilurnar á milli flokkanna tveggja snúast um innleiðingu á þremur tilskipunum Evrópusambandsins sem eru hluti af svonefndum fjórða orkupakka þess. Verkamannaflokkurinn vill innleiða þá strax í anda góðs Evrópusamstarfs. Það vill Miðflokkurinn ekki sjá þar sem hann er á móti nánara samstarfi við ESB. Rafmagnsverð hefur verið í hæstu hæðum í Noregi að undanförnu og eru orkumál efst á baugi í norskum stjórnmálum. Bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn hafa sagst vilja hætta að flytja út rafmagn til Danmerkur þegar samningur um útflutninginn rennur út á næsta ári. Miðflokkurinn er meðal annars á móti fjórða orkupakkanm þar sem hann segir tilskipanirnar skapa enn frekari óvissu á raforkumarkaði. Hugsanlegt er talið að Miðflokkurinn gangi út úr ríkisstjórninni. Norska ríkisútvarpið segir að þá stæði eftir minnihlutastjórn Verkamannaflokksins sem væri langt frá meirihluta á þingi. Slík stjórn þyrfti að reiða sig á stuðning nokkurra flokka til þess að koma málum í gegnum. Þingkosningar eiga að fara fram í Noregi í september.
Noregur Evrópusambandið Orkumál EES-samningurinn Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira