Vill ræða við Trump í síma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:49 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir framtíð Grænlendinga ráðast í Nuuk. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“ Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“
Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent