Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar 30. janúar 2025 11:15 Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær, miðvikudaginn 29. janúar 2025, birtist frétt á ruv.is með fyrirsögninni „Fóru ekki að lögum við umdeilda skógrækt nærri Húsavík“. Fréttin var einnig spiluð í kvöldfréttum útvarps. Þar fylgir RÚV eftir umfjöllun sinni og annarra frá haustinu 2024 um skógræktarverkefni sem Yggdrasill Carbon ehf. (YGG) vinnur að í samvinnu við landeigendur. Upplifun YGG af þeirri umfjöllun var sú að félagið þætti heppilegt skotmark, því í verkefnum þeim sem þar voru til umfjöllunar var í engu vikið frá viðteknum vinnubrögðum Lands og skógar og áður Skógræktarinnar. Hins vegar eru verkefni okkar oft meira áberandi, af því að við klárum þau hraðar en venja hefur verið síðustu áratugi. Reyndar er það svo að YGG gengur í verkefnum sínum lengra en áður hefur almennt verið gert í að huga að líffræðilegum fjölbreytileika, vernda votlendi og safna gögnum um ástand svæða fyrir framkvæmdir og á líftíma verkefnanna. Við höfðum margt við fréttaflutninginn að athuga, en einbeittum okkur að því að læra af þeirri umræðu sem spratt upp. Það er alltaf hægt að gera betur. YGG var fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá vottaðar kolefniseiningar í bið í tengslum við kolefnisverkefni á árinu 2022 í gegnum íslenska kröfusettið Skógarkolefni, sem Skógræktin hannaði. Samt höfðu ýmsir aðrir aðilar verið að selja „kolefniseiningar“ áður en þessi áfangi náðist. Þá er YGG eina íslenska fyrirtækið sem hefur fengið vottun á verkefni sitt hjá hinum alþjóðlega viðurkennda aðila Gold Standard, en í desember 2024 fékk eitt verkefna okkar design vottun eftir gríðarlega lærdómsríkt og vandað þriggja ára ferli. Þetta verkefni hefur vakið töluverða athygli víða um heim og við erum stolt af þessari vinnu. YGG einbeitir sér að loftslagsverkefnum með landnýtingu. Það eru til aðrar leiðir, t.d. með verkefnum á hafi og með tæknilausnum, líkt og föngum úr andrúmslofti og niðurdælingu í jörðina. Dæmi um hið síðastnefnda er Carbfix sem flestir þekkja. YGG á ekkert land, heldur byggir alfarið á samstarfi við landeigendur. Áherslur landeigenda geta verið margvíslegar, en við höfum dregið fram að bændur geti með samstarfi við YGG rennt frekari stoðum undir starfsemi sína og lífsviðurværi. Skógrækt er langtímaverkefni og að samningstíma YGG og landeigenda loknum tekur landeigandi við skóginum til umhirðu og viðhalds. Í okkar vinnu höfum við frá 2020 unnið náið með sérfræðingum íslenskra stofnana, þar á meðal hjá Landi og skógi (áður Skógræktin og Landgræðslan) og leitast við að þróa lausnir með sprotafyrirtækjum sem tryggja áreiðanlega gagnaöflun, vandaðri ákvörðunartöku og geta stuðlað að nákvæmari og hagkvæmari mælingum þegar fram í sækir. Til þessa hafa eingöngu skógræktarverkefni farið í gegnum vottunarferli hjá okkur. Ástæðan er sú, að þær áratuga rannsóknir sem til voru á því sviði gerðu okkur kleift að uppfylla kröfur sem gerðar eru til verkefna af þessu tagi. Við bindum miklar vonir við að á þessu ári komist almennileg hreyfing á verkefni á sviði endurheimtar votlendis og þá viljum við stuðla að verkefnum sem einbeita sér að endurheimt jarðvegar. Ísland er land í sárum og það er í þágu allra sem þess vilja njóta og það vilja nýta að bæta ástand þess. Það þarf að gera vel, og YGG vill stöðugt gera betur. Almenningsálit og traust skipta okkur og þá starfsemi sem við tilheyrum gríðarlegu máli. Við höfum fjárfest mikið og lagt okkur fram um að gera hlutina í réttri röð. Við erum lítið einkafyrirtæki, með starfsstöðvar á Austurlandi og Vesturlandi og byggjum okkar verkefni upp á landsbyggðinni um allt land með miklum jákvæðum efnahagslegum áhrifum á nærsamfélagið, enda reynum við að nota staðbundna verktaka eins og hægt er. Fréttaflutningur RÚV ber þess ekki merki að þar sé verið að vanda til verka. Í þeirri frétt sem er tilefni þessara skrifa, er því slegið fram í fyrirsögn að ekki hafi verið farið að lögum. Samt segir í síðustu setningu fréttarinnar: Niðurstöðu er að vænta á næstu dögum eða vikum. Telst það til vandaðrar fréttamennsku að slá fram staðhæfingu í fyrirsögn sem samræmist ekki einu sinni fréttinni sjálfri? Af hverju var ekki haft samband og leitað viðbragða okkar? Hvað næst RÚV? Höfundur er einn stofnenda YGG.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun