Ástráður lagði í dag fram svokallaða innanhússtillögu að kjarasamningi til að koma viðræðunum áfram.
Eftir að tillagan var kynnt samninganefndunum í dag sagði Inga að ekki væri búið að taka afstöðu til hennar og að Ástráður hefði veitt þeim frest til klukkan eitt á laugardag.
Hvorki hún né Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, gátu tjáð sig að öðru leyti um tillöguna. Bæði sögðu að farið yrði yfir hana með þeirra fólki.
Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir í völdum leik- og grunnskólum strax á mánudag en ef samninganefndir samþykkja innanhústillöguna verður aðgerðum væntanlega slegið á frest.