Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. janúar 2025 07:01 Víðir - sem hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrnu um árabil - og Hreiðar Levý - sem varði á sínum tíma mark Íslands en selur nú fasteignir. Vísir/Vilhelm Hreiðar Levý Guðmundsson, fasteignasali og fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, gefur ekki mikið fyrir skrif Víðis Sigurðssonar hjá Morgunblaðinu þar sem hann ræðir aðkomu Gunnars Magnússonar að sigri Króatíu á Íslamdi á HM í handbolta. Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss. Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Eins og alþjóð veit nú vann Króatía sigur á Íslandi þegar þjóðirnar mættust í milliriðli á dögunum. Sigur Króatíu kostaði strákana okkar á endanum sæti í 8-liða úrslitum HM. Síðan hefur Króatía ekki litið um öxl og er nú komið alla leið í úrslit. Þá veit alþjóð einnig að Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu og þá aðstoðaði Gunnar Magnússon, þjálfari í Olís-deild karla og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, Dag í undirbúningnum. Það er aðkoma Gunnars sem Víðir skrifar um í Bakverðinum sem birtist að hluta til á vef mbl.is og í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Í pistli sínum fer Víðir yfir hvernig hann fékk símtal frá gömlum kunningja sem var ósáttur með þá staðreynd að Gunnar hafi aðstoðað Dag. Í pistlinum er ekkert sett út á Dag enda þjálfari Króatíu og hans starf að koma liðinu eins langt og mögulegt er. Gunnar líflegur á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Gunnar er hins vegar fyrrverandi aðstoðarþjálfari landsliðsins, er starfandi sem þjálfari Aftureldingar í dag og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnunum,“ sagði kunninginn við Víði. Þorsteinn Leó Gunnarsson er svo nefndur til sögunnar sem einn af téðum mönnum sem Gunnar hefur þjálfað. Hann spilar í dag með Porto í Portúgal eftir að hafa spilað undir stjórn Gunnars hjá Aftureldingu. Kunninginn á svo að hafa sagt að Gunnar væri að svíkja land og þjóð með því að afhenda mótherjum Íslands innanhússupplýsingar um strákana okkar. Þetta tekur Víðir undir. „Eflaust er þarna um vinagreiða að ræða,“ segir Víðir en tekur fram að með tækni dagsins í dag hefði Dagur nú eflaust getað fengið sömu upplýsingar annarsstaðar frá. Víðir setur hins vegar „spurningu við siðferðið. Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ „Vissulega er handbolti bara leikur. En yrðum við sátt ef fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra myndi gera úttekt á varnarmálum Íslands fyrir óvinveitta þjóð?“ https://t.co/0YgFXkHNLY— mbl.is SPORT (@mblsport) January 30, 2025 Hreiðar Levý tjáði sig um pistilinn á Facebook-síðu sinni: „Einhver alversti pistill sem ég hef lesið og verið að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar. Bad looser tekinn í nýjar hæðir,“ skrifar Hreiðar Leví og hélt áfram. „Skora á Víði og mbl að eyða þessum pistli og biðja viðkomandi formlega afsökunar. Annars góður og mikið vona ég að þeir félagar geri Króatíu að heimsmeisturum.“ Fjöldi fólks tekur undir með Hreiðari Leví í kommentakarfinu. Þar á má til að mynda nefna Halldór Jóhann Sigfússon og Díönu Guðjónsdóttur, bæði handboltaþjálfarar, sem og Elliða Vignisson, bæjarstjóra Ölfuss.
Handbolti HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira