Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar 31. janúar 2025 10:33 Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun