„Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2025 15:44 Hér má sjá umrædd blóm sem var stillt upp við hvíta vegginn og verðlaunahöfum sömuleiðis. Mynd/Arnþór Birkisson Plastpottablóm sem verðlaunahöfum á Bókmenntaverðlaunum Íslands var stillt upp við síðastliðinn miðvikudag eru ekki hluti af innanhússmunum Bessastaða heldur voru leikmunir Ríkisútvarpsins. Blómin vöktu athygli pottablómaunnenda í Facebook-hópnum Stofublóm inniblóm pottablóm hópnum en í hópnum eru um 41 þúsund manns. „…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“ Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
„…ég var svo yfir mig hneyksluð á plastpottaplöntunum sem stillt var upp við afhendingu bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gærkveldi. Þvílíkt metnaðarleysi,“ segir einn í hópnum á meðan annar segir: „Þar er íhaldskerlingunni rétt lýst,“ og á þá við forsetann. Sjá einnig: Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Aðrir lýsa yfir furðu á þessu vali á meðan einn stígur fram til varnar plastblómum. „Hvaða fordómar eru þetta? Plastblóm eru virkilega falleg og eiga fullan rétt á sér á mörgum stöðum. Falleg hönnun á plastjurtum er listgrein sem ber að virða rétt eins og alla aðra sköpun sem fólk gerir. Þetta er bara dónalegt viðhorf til þeirra sem gerðu þessi plastjurtir.“ Annar vísar í áramótaskaup sjónvarpsins þar sem var gert grín að Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og sett út á smekk hennar og jafnvel gefið til kynna að hún hefði lítið álit á íslenskum menningum og listum. Atriðið er hægt að sjá hér á mínútu 27:27. „Þetta er sama lenska og áramótaskaupið gerði svo skemmtilega grín að,“ segir einn í hópnum. Hér má sjá skjáskot af umræðunni í Facebook-hópnum.Facebook Blómin frá leikmunadeild RÚV Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður sá um framleiðslu á sjónvarpsútsendingu verðlaunanna fyrir hönd RÚV. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi beðið leikmunadeild RÚV að finna fyrir hann blóm til að stilla upp við hlið verðlaunahafanna. „Það var til að hylja þennan hvíta vegg sem var þarna. Rýmið er það lítið og það er erfitt að vera með svona mikið af fólki og margar myndavélar. Það þarf að skýla þessu þannig að þetta verði einhvern veginn mannsæmandi útlítandi,“ segir Jón Víðir. Halla Tómasdóttir forseti Íslands hafði ekkert að gera með plastblómin.Vísir/Vilhelm Hann segist hafa leitað til leikmunadeildar RÚV og þetta sé það sem þau hafi komið með. Það hafi ekkert endilega komið til tals að vera sérstaklega með plastblóm heldur séu þetta blómin sem þau noti reglulega í leikmyndum. Það sem geti skipt máli í þessu tilfelli sé að myndavélarnar hafi verið svo nálægt og þess vegna blómin sést svona vel. „Myndavélarnar eru það nálægt að þá sést þetta kannski meira heldur en ef þetta væri stærri salur. Þá hefði þetta eflaust verið meira í bakgrunn og enginn tekið eftir þessu. Þetta leit betur út svona en að vera með hvítan vegg. Það er ekki flóknara en það. Ég er ekki viss um að fólk hafi tekið sérstaklega eftir því að þetta væru plastblóm. Þetta eru fíkusar sem hafa verið glansandi en gætu allt eins hafa verið alvöru blóm,“ segir Jón Víðir. Hann telur betra að vera með plastblóm en hálfdauð lifandi blóm. „En þetta snýst um það að fá lit í bakgrunn.“
Blóm Tíska og hönnun Íslensku bókmenntaverðlaunin Forseti Íslands Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46 Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur í samvinnu við Listasafn Íslands endurnýjað úrval íslenskrar myndlistar sem prýðir Bessastaði. Við valið á nýjum listaverkum fyrir Bessastaði var, samkvæmt tilkynningu, haft í huga að færa aukna breidd í þá list sem þar er til sýnis. Þannig spanna verkin nú lengra tímabil í íslenskri listasögu en áður auk þess sem verkum eftir myndlistarkonur hefur verið fjölgað til jafns við karla. 19. desember 2024 17:46