Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 22:53 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin. Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira