Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. janúar 2025 22:53 Donald Trump á skrifstofu sinni. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að leggja háa tolla á vörur frá Mexíkó, Kanada og Kína. Löndin eiga í miklum viðskiptum við Bandaríkin. Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt. Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Trump hefur ákveðið að leggja 25% tollgjöld á vörur frá Mexíkó og Kanada og tíu prósent toll á vörur frá Kína. Tollurinn tekur gildi á morgun, 1. febrúar. Trump sagði í nóvember að hann vildi leggja á tollinn til að koma í veg fyrir að fíkniefni og innflytjendur kæmist til Bandaríkjanna. „Magn fentanýl sem hefur verið gert upptækt á landamærunum fyrir sunnan á síðustu árum getur drepið mörg þúsund Bandaríkjamenn,“ sagði Karoline Leavitt, fréttaritari Hvíta hússins. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times. „Við munum greina frá tollum fyrir Kanada og Mexíkó af ýmsum ástæðum. Ég ætla að setja 25% toll á Kanada, og önnur 25% á Mexíkó, við virkilega þurfum að gera það,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Frá Mexíkó, Kína og Kanada kemur um þriðjungur innflutts varnings í Bandaríkjunum. Tugir milljóna Bandaríkjamanna vinna störf í tengslum við innflutning. Þessi ákvörðun Trumps getur haft áhrif á neytendur í Bandaríkjunum með hækkandi vöruverði og vöruskorti. Ef að tollgjöldin eiga við innflutning á olíu getur bensínverð hækkað hratt. Um sextíu prósent af innfluttri olíu í Bandaríkjunum kemur frá Kanada og sjö prósent frá Mexíkó. „Við þurfum ekki það sem þau eiga,“ sagði Trump fyrr í vikunni. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í færslu á X-síðu sinni að enginn vilji tollgjöldin og ef að Bandaríkin fylgi þessu eftir sé Kanada tilbúið með hörð viðbrögð. No one — on either side of the border — wants to see American tariffs on Canadian goods. I met with our Canada-U.S. Council today. We’re working hard to prevent these tariffs, but if the United States moves ahead, Canada’s ready with a forceful and immediate response.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) January 31, 2025 Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, sagði í viðtali í morgun að mexíkósk yfirvöld höfðu starfað mánuðum saman að undirbúa viðbrögð þeirra við tollgjöldunum. Hún segir þau tilbúin fyrir allt.
Bandaríkin Donald Trump Kanada Mexíkó Kína Skattar og tollar Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira