Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. febrúar 2025 07:33 Slökkviliðsmenn á vettvangi flugslyssins í hverfi í Fíladelfíuborg. AP Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“ Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
AP greinir frá. Flugvélin var tveggja hreyfla af gerðinni Learjet 55 og átti að flytja barn sem var nýbúið að hljóta meðferð vegna lífshættulegs sjúkdóms. Auk barnsins voru móðir þess og fjórir starfsmenn Jet Rescue Air Ambulance um borð í flugvélinni. Allir um borð voru frá Mexikó. „Við getum ekki staðfest neina eftirlifendur,“ sagði Shai Gold, talsmaður fyrirtækisins Jet Rescue Air Ambulance sem sér um sjúkraflug og átti flugvélina. Starfsmennirnir fjórir hafi verið reyndir í faginu sagði talsmaðurinn. Flugvélin hrapaði til jarðar við gatnamót nálægt Roosevelt-verslunarmiðstöð í hinu þéttbýla hverfi Rhawnhurst. Flugvélin var á leið til Springfield-Branson-flugvallar í Missouri til að sækja eldsneyti en lokaáfangastaður flugsins var Tijuana í Mexíkó. Sex fluttir á sjúkrahús Ekki liggur fyrir hvort einhver á jörðu niðri slasaðist í flugslysinu en að minnsta kosti sex voru fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í borginni. Jennifer Reardon, talsmaður Temple-háskólasjúkrahúss, sagði sex hafa hlotið aðhlynningu vegna slyssins. Þrír þeirra hafi svo verið útskrifaðir og ástand hinna þriggja sé stöðugt. Hins vegar var ekki hægt að greina frá því hverjir áverkar fólksins voru né hvar fólkið var þegar það hlaut þá. Flugslysið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu Bandaríkjanna þegar farþegaflugvél með sextíu farþega um borð hrapaði í Potomac-á fyrir utan Washington-borg eftir árekstur við herþyrlu. Fimmtán mánuðir eru síðan flugvél á vegum Jet Rescue fór af flugbraut í Morelos í Mexíkó með þeim afleiðingum að hún lenti utan í nærliggjandi hlíð og fimm létu lífið. Donald Trump bandaríkjaforseti brást við flugslysinu á samfélagsmiðlinum Truth Social þar sem hann sagði: „Svo sorglegt að sjá flugvélina hrapa til jarðar í Fíladelfíu.“
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira