Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2025 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson gagnrýndi landsliðsþjálfarann eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta en Snorri Steinn Guðjónsson segir að þeir hafi rætt málin eftir viðtalið og að málið sé úr sögunni. Vísir/Vilhelm Eitt af stóru fréttamálunum eftir að íslenska handboltalandsliðið datt úr leik á heimsmeistaramótinu á dögunum var viðtal við landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Gísli var auðvitað mjög svekktur með úrslitin en vildi kenna landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni um hvernig fór í tapleiknum á móti Króatíu. Vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum. Þeir komu okkur á óvart með þessari 5-1 vörn og við áttum að vera með miklu betri svör í þeim leik. Það er alveg hægt að segja fullt um að þeir hafi verið með einhverja geðveiki og slíkt, en við þurfum líka að horfa á okkur sjálfa. Við erum helvíti góðir handboltalega og skulum taka þá einu sinni á gæðum, ekki bara á einhverri geðveiki. Mér fannst við detta á sama „level“ og á móti Ungverjum í fyrra. Leikplanið fór út um gluggann eftir tvær mínútur. Við þurfum að skoða þetta. Maður lifir og lærir í þessum bransa,“ sagði Gísli í viðtalinu við Vísi. Klippa: Snorri Steinn um viðtalið fræga við Gísla Þorgeir Aron Guðmundsson fór yfir mótið með Snorra Stein Guðjónssyni og spurði landsliðsþjálfarann meðal annars út í viðtalið við Gísla. Aron spurði hvort Snorri væri vonsvikinn með að Gísli hafi stigið fram með þessum hætti. „Já, já, Það er það alveg. Auðvitað ertu vonsvikinn. Hans meining var örugglega ekki að kasta mér fyrir rútuna og ég tek því ekki þannig,“ sagði Snorri Steinn. Áttu gott spjall „Hann kom bara til mín og útskýrði sitt mál,“ sagði Snorri „Auðvitað eru það vonbrigði þegar þú lest eitthvað svoleiðis. Þetta er líka bara fínn skóli og partur af því að vera þjálfari að díla við eitthvað svona,“ sagði Snorri. „Við áttum bara gott spjall út í Króatíu og fyrir mína parta er málinu lokið,“ sagði Snorri en það má sjá þetta brot úr viðtalinu hér fyrir ofan. Allt viðtalið við Snorra Stein má síðan finna í Besta sætinu sem er aðgengilegt á hlaðvarpsveitum en einnig hér fyrir neðan.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport