Fótbolti

Úlfarnir héldu út og fjar­lægjast fallsvæðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jean-Ricner Bellegarde skoraði fyrra mark Wolves.
Jean-Ricner Bellegarde skoraði fyrra mark Wolves. Crystal Pix/MB Media/Getty Images

Wolves vann mikilvægan 2-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Heimamenn í Wolves voru sprækir í fyrri hálfleik og fengu hvert færið á fætur öðru til að koma boltanum í netið. Það tókst þó aðeins einu sinni þegar Haíti-maðurinn Jean-Ricner Bellegarde þrumaði boltanum á nærstöngina framhjá Emiliano Martinez í marki Aston Villa og staðan í hálfleik því 1-0.

Gestirnir í Aston Villa voru svo hættulegri í síðari hálfleik og þjörmuðu að marki Úlfanna. 

Nýi maðurinn Donyell Malen, sem kom inn á sem varamaður í hálfleik, hélt að hann hefði jafnað metin fyrir Villa á 55. mínútu þegar hann kom boltanum í netið eftir skemmtilega útfærða aukaspyrnu, en markið að lokum dæmt af vegna rangstöðu.

Þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir beggja liða það sem eftir lifði leiks virtist mark Bellegarde ætla að verða eina mark leiksins. Matheus Cunha tók hins vegar málin í sínar hendur á sjöundu mínútu uppbótartíma og tryggði heimamönnum 2-0 sigur.

Úlfarnir sitja í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig eftir 24 leiki, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Aston Villa situr hins vegar í áttunda sæti með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×