Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 12:01 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson hefur raðað inn stoðsendingum með Alba Berlin í EuroLeague í vetur. Getty/Matthias Renner Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson hefur verið duglegur að finna liðsfélaga sína í EuroLeague deildinni í vetur. Martin er nú einn af bestu sendingamönnunum í bestu körfuboltadeild Evrópu. Martin gaf ellefu stoðsendingar í vikunni í frábærum sigri Alba Berlin á ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv og það á útivelli. Martin var með ellefu stig og ellefu stoðsendingar í leiknum en hann tók bara sex skot (hitti úr þremur) og tapaði ekki einum bolta á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði. Efstu menn í stoðsendingum í EuroLeague til þessa á tímabilinu.EuroLeague Eftir þennan frábæra leik þá hækkaði Martin sig upp í fjórða sætið yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í EuroLeague í vetur. Martin hefur gefið 5,8 stoðsendingu að meðaltali í sextán leikjum. Hann er bara að spila í 22,6 mínútur í leik sem gerir þennan stoðsendingafjölda hans enn merkilegri. Í síðustu sex leikjum hefur Martin gefið samtals 45 stoðsendingar á aðeins 117 spiluðu mínútum sem gera 15,4 stoðsendingar á hverjar fjörutíu mínútur. Hann er líka bara með 26 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum án þess að tapa einum einasta bolta. Það er kannski svakalegasta tölfræðin í allri þessari upptalningu. Þrír leikmenn hafa gefið langflestar stoðsendingar í vetur en efstur er Íraelsmaðurinn Tamir Blatt hjá Maccabi Tel Aviv sem er með 7,3 í leik. Blatt er sonur þjálfarans David Blatt sem þjálfaði einu sinni Cleveland Cavaliers í NBA. Bandaríkjamaðurinn TJ Shorts hjá París (7,3) og Argentínumaðurinn Facundo Campazzo hjá Real Madrid (6,9) eru einnig hætti en Martin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WdcGZ3uSnQw">watch on YouTube</a> Þýski körfuboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira
Martin er nú einn af bestu sendingamönnunum í bestu körfuboltadeild Evrópu. Martin gaf ellefu stoðsendingar í vikunni í frábærum sigri Alba Berlin á ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv og það á útivelli. Martin var með ellefu stig og ellefu stoðsendingar í leiknum en hann tók bara sex skot (hitti úr þremur) og tapaði ekki einum bolta á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði. Efstu menn í stoðsendingum í EuroLeague til þessa á tímabilinu.EuroLeague Eftir þennan frábæra leik þá hækkaði Martin sig upp í fjórða sætið yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í EuroLeague í vetur. Martin hefur gefið 5,8 stoðsendingu að meðaltali í sextán leikjum. Hann er bara að spila í 22,6 mínútur í leik sem gerir þennan stoðsendingafjölda hans enn merkilegri. Í síðustu sex leikjum hefur Martin gefið samtals 45 stoðsendingar á aðeins 117 spiluðu mínútum sem gera 15,4 stoðsendingar á hverjar fjörutíu mínútur. Hann er líka bara með 26 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum án þess að tapa einum einasta bolta. Það er kannski svakalegasta tölfræðin í allri þessari upptalningu. Þrír leikmenn hafa gefið langflestar stoðsendingar í vetur en efstur er Íraelsmaðurinn Tamir Blatt hjá Maccabi Tel Aviv sem er með 7,3 í leik. Blatt er sonur þjálfarans David Blatt sem þjálfaði einu sinni Cleveland Cavaliers í NBA. Bandaríkjamaðurinn TJ Shorts hjá París (7,3) og Argentínumaðurinn Facundo Campazzo hjá Real Madrid (6,9) eru einnig hætti en Martin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WdcGZ3uSnQw">watch on YouTube</a>
Þýski körfuboltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Sjá meira