Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 12:01 Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson hefur raðað inn stoðsendingum með Alba Berlin í EuroLeague í vetur. Getty/Matthias Renner Íslenski landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson hefur verið duglegur að finna liðsfélaga sína í EuroLeague deildinni í vetur. Martin er nú einn af bestu sendingamönnunum í bestu körfuboltadeild Evrópu. Martin gaf ellefu stoðsendingar í vikunni í frábærum sigri Alba Berlin á ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv og það á útivelli. Martin var með ellefu stig og ellefu stoðsendingar í leiknum en hann tók bara sex skot (hitti úr þremur) og tapaði ekki einum bolta á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði. Efstu menn í stoðsendingum í EuroLeague til þessa á tímabilinu.EuroLeague Eftir þennan frábæra leik þá hækkaði Martin sig upp í fjórða sætið yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í EuroLeague í vetur. Martin hefur gefið 5,8 stoðsendingu að meðaltali í sextán leikjum. Hann er bara að spila í 22,6 mínútur í leik sem gerir þennan stoðsendingafjölda hans enn merkilegri. Í síðustu sex leikjum hefur Martin gefið samtals 45 stoðsendingar á aðeins 117 spiluðu mínútum sem gera 15,4 stoðsendingar á hverjar fjörutíu mínútur. Hann er líka bara með 26 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum án þess að tapa einum einasta bolta. Það er kannski svakalegasta tölfræðin í allri þessari upptalningu. Þrír leikmenn hafa gefið langflestar stoðsendingar í vetur en efstur er Íraelsmaðurinn Tamir Blatt hjá Maccabi Tel Aviv sem er með 7,3 í leik. Blatt er sonur þjálfarans David Blatt sem þjálfaði einu sinni Cleveland Cavaliers í NBA. Bandaríkjamaðurinn TJ Shorts hjá París (7,3) og Argentínumaðurinn Facundo Campazzo hjá Real Madrid (6,9) eru einnig hætti en Martin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WdcGZ3uSnQw">watch on YouTube</a> Þýski körfuboltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Martin er nú einn af bestu sendingamönnunum í bestu körfuboltadeild Evrópu. Martin gaf ellefu stoðsendingar í vikunni í frábærum sigri Alba Berlin á ísraelska félaginu Maccabi Tel Aviv og það á útivelli. Martin var með ellefu stig og ellefu stoðsendingar í leiknum en hann tók bara sex skot (hitti úr þremur) og tapaði ekki einum bolta á þeim tuttugu mínútum sem hann spilaði. Efstu menn í stoðsendingum í EuroLeague til þessa á tímabilinu.EuroLeague Eftir þennan frábæra leik þá hækkaði Martin sig upp í fjórða sætið yfir flestar stoðsendingar að meðaltali í EuroLeague í vetur. Martin hefur gefið 5,8 stoðsendingu að meðaltali í sextán leikjum. Hann er bara að spila í 22,6 mínútur í leik sem gerir þennan stoðsendingafjölda hans enn merkilegri. Í síðustu sex leikjum hefur Martin gefið samtals 45 stoðsendingar á aðeins 117 spiluðu mínútum sem gera 15,4 stoðsendingar á hverjar fjörutíu mínútur. Hann er líka bara með 26 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum án þess að tapa einum einasta bolta. Það er kannski svakalegasta tölfræðin í allri þessari upptalningu. Þrír leikmenn hafa gefið langflestar stoðsendingar í vetur en efstur er Íraelsmaðurinn Tamir Blatt hjá Maccabi Tel Aviv sem er með 7,3 í leik. Blatt er sonur þjálfarans David Blatt sem þjálfaði einu sinni Cleveland Cavaliers í NBA. Bandaríkjamaðurinn TJ Shorts hjá París (7,3) og Argentínumaðurinn Facundo Campazzo hjá Real Madrid (6,9) eru einnig hætti en Martin. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WdcGZ3uSnQw">watch on YouTube</a>
Þýski körfuboltinn Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira