Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar 2. febrúar 2025 11:32 Í síðustu viku hringdi vinkona mín í mig með athyglisverða sögu. Hún sagðist hafa verið í afmæli og hitt fyrir mann sem talaði ekki um annað en UFO. Afmælið var hins vegar ekkert venjulegt afmæli. Það var forseti ónefnds lands sem átti afmæli og stóð það yfir í heila 3 daga í miklum lúxus út í miðri eyðimörk. Þessi UFO glaði sessunautur vinkonu minnar var fyrrum háttsettur starfsmaður öryggismála bandarísks lofthelgis og því vel tengdur. Á meðan á afmælinu stóð fékk hann símtal frá fyrrum kollega sem starfar í dag í ráðgjafaráði fyrir Donald Trump og eftir símtalið veðraðist vinurinn allur upp og sagði vinkonu minni enn eina söguna. Hann hélt því fram að á þessu ári muni á bilinu 7-800 uppljóstrar stíga fram í málaflokk UAP og NHI. Fyrir þau ykkar sem vita ekki hvað þessar skammstafanir standa fyrir stendur UAP fyrir „unidentified anomalous phenomenon“ og NHI fyrir “non-human intelligence“. Í lok viðtals við fyrsta uppljóstrara ársins, Jake Barber, segir hann að viss klofningur sé í gangi þessa dagana innan djúpríkisherdeilda sem sérhæfa sig í „crash retrieval“ og „reverse back engineering“ á UAP. Hann segir þessa einstaklinga vera á hlaupum inn í ljósið því það er farið að þrengja að hvað varðar uppgjör og opinberun. Þessi starfsemi sem um ræðir er nefnilega ekki bara þess eðlis að þjóðaröryggis sé gætt heldur eiga líka miklir eiginhagsmunir, siðblinda, lögleysa og ofbeldi þar í hlut. Einkarekin stór-fyrirtæki eins og Boeing, Lockheed Martin/ Skunk Works og Rathyon hafa unnið sem verktakar fyrir bandaríska ríkið í áratugi og samkvæmt þeim uppljóstrurum sem stigið hafa fram eru það þeir sem halda á spilunum og taka við þeim trilljónunum dollara sem hafa horfið úr vösum skattgreiðanda vestanhafs í óregluvæddan og eftirlitslausan djúpríkis iðnað vopna og orku í áratugi. Það sem af er að þessu ári hafa um 10 uppljóstrar stigið fram með hreint alveg ótrúlegar frásagnir sem allar stemma við hvor aðra og staðfesta frásagnir sem áður hafa borist í gegnum árin. Ber að nefna frásagnir af flygildum sem búa yfir sköpun and-segulafls sem kallar á endurskilgreiningu á hugtakinu „ferðalag“. Stærstu meginstraums fjölmiðlarnir hafa ekkert fjallað um það sem er að gerast og virðist það vera visvítandi þó svo að forsendurnar séu óljósar þrátt fyrir ótal samsæriskenningar. Í síðustu viku kom loks yfirlýsing frá talsmanneskju Trump að skýring væri loks komin varðandi þessa hrinu óútskýrðra dróna á New Jersey svæðinu og hún hljóðaði upp á að FAA (Federal Aviation Administration) hefði gefið leyfi á alla þessa drónaumferð. Og að „drónarnir“ væru þeirra eigin og hafi verið í rannsóknartilgangi. Íbúar New Jersey, lögreglufulltrúar, ásamt hinum og þessum bæjar og borgarstjórum eru öskuillir yfir þessum viðbrögðum, því fram að þessu hefur engin gengist við að vita nokkurn skapaðan hlut um hvað væri í gangi, sama hvað gengið var á hinar og þessar stofnanir og hve miklum fjármunum var varið í allskonar löggæslu og rannsóknir þessu tengt fyrir opinberu fé. Einnig segir fólk og þar að meðal margir opinberir starfsmenn að þeim þyki þetta undarlegt því hefðbundnir drónar skipta sér ekki í margar einingar í lofti, hverfa og birtast annars staðar nánast samstundis og glóa eins og litríkir orkuhnettir á himni svo eitthvað sé nefnt. Það er augljóst að þetta er allt mjög dularfullt og maður þarf ekki einu sinni að vera með álhatt til að sjá það kristalskýrt. Ég vill meina að það sé aðeins spurning um tíma, vikur eða mánuði þar til einhver narratíva verður kynnt fyrir almenning sem mun velta allri okkar heimsmynd. Spurningin er hins vegar hverjar raunverulegar forsendur þessarar narratífu er. Verður okkur sögð saga sem felur í sér bjartari framtíð eða er „djúpríkið“ loksins að nota loka trompið til þess eins að halda sýningunni gangandi með því að framkalla enn meiri ótta og klofning í garð ímyndaðra óvina, eins og svo oft áður nema í þessu tilfelli óvina handan okkar heims. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og umboðsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geimurinn Bandaríkin Gunnar Dan Wiium Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hringdi vinkona mín í mig með athyglisverða sögu. Hún sagðist hafa verið í afmæli og hitt fyrir mann sem talaði ekki um annað en UFO. Afmælið var hins vegar ekkert venjulegt afmæli. Það var forseti ónefnds lands sem átti afmæli og stóð það yfir í heila 3 daga í miklum lúxus út í miðri eyðimörk. Þessi UFO glaði sessunautur vinkonu minnar var fyrrum háttsettur starfsmaður öryggismála bandarísks lofthelgis og því vel tengdur. Á meðan á afmælinu stóð fékk hann símtal frá fyrrum kollega sem starfar í dag í ráðgjafaráði fyrir Donald Trump og eftir símtalið veðraðist vinurinn allur upp og sagði vinkonu minni enn eina söguna. Hann hélt því fram að á þessu ári muni á bilinu 7-800 uppljóstrar stíga fram í málaflokk UAP og NHI. Fyrir þau ykkar sem vita ekki hvað þessar skammstafanir standa fyrir stendur UAP fyrir „unidentified anomalous phenomenon“ og NHI fyrir “non-human intelligence“. Í lok viðtals við fyrsta uppljóstrara ársins, Jake Barber, segir hann að viss klofningur sé í gangi þessa dagana innan djúpríkisherdeilda sem sérhæfa sig í „crash retrieval“ og „reverse back engineering“ á UAP. Hann segir þessa einstaklinga vera á hlaupum inn í ljósið því það er farið að þrengja að hvað varðar uppgjör og opinberun. Þessi starfsemi sem um ræðir er nefnilega ekki bara þess eðlis að þjóðaröryggis sé gætt heldur eiga líka miklir eiginhagsmunir, siðblinda, lögleysa og ofbeldi þar í hlut. Einkarekin stór-fyrirtæki eins og Boeing, Lockheed Martin/ Skunk Works og Rathyon hafa unnið sem verktakar fyrir bandaríska ríkið í áratugi og samkvæmt þeim uppljóstrurum sem stigið hafa fram eru það þeir sem halda á spilunum og taka við þeim trilljónunum dollara sem hafa horfið úr vösum skattgreiðanda vestanhafs í óregluvæddan og eftirlitslausan djúpríkis iðnað vopna og orku í áratugi. Það sem af er að þessu ári hafa um 10 uppljóstrar stigið fram með hreint alveg ótrúlegar frásagnir sem allar stemma við hvor aðra og staðfesta frásagnir sem áður hafa borist í gegnum árin. Ber að nefna frásagnir af flygildum sem búa yfir sköpun and-segulafls sem kallar á endurskilgreiningu á hugtakinu „ferðalag“. Stærstu meginstraums fjölmiðlarnir hafa ekkert fjallað um það sem er að gerast og virðist það vera visvítandi þó svo að forsendurnar séu óljósar þrátt fyrir ótal samsæriskenningar. Í síðustu viku kom loks yfirlýsing frá talsmanneskju Trump að skýring væri loks komin varðandi þessa hrinu óútskýrðra dróna á New Jersey svæðinu og hún hljóðaði upp á að FAA (Federal Aviation Administration) hefði gefið leyfi á alla þessa drónaumferð. Og að „drónarnir“ væru þeirra eigin og hafi verið í rannsóknartilgangi. Íbúar New Jersey, lögreglufulltrúar, ásamt hinum og þessum bæjar og borgarstjórum eru öskuillir yfir þessum viðbrögðum, því fram að þessu hefur engin gengist við að vita nokkurn skapaðan hlut um hvað væri í gangi, sama hvað gengið var á hinar og þessar stofnanir og hve miklum fjármunum var varið í allskonar löggæslu og rannsóknir þessu tengt fyrir opinberu fé. Einnig segir fólk og þar að meðal margir opinberir starfsmenn að þeim þyki þetta undarlegt því hefðbundnir drónar skipta sér ekki í margar einingar í lofti, hverfa og birtast annars staðar nánast samstundis og glóa eins og litríkir orkuhnettir á himni svo eitthvað sé nefnt. Það er augljóst að þetta er allt mjög dularfullt og maður þarf ekki einu sinni að vera með álhatt til að sjá það kristalskýrt. Ég vill meina að það sé aðeins spurning um tíma, vikur eða mánuði þar til einhver narratíva verður kynnt fyrir almenning sem mun velta allri okkar heimsmynd. Spurningin er hins vegar hverjar raunverulegar forsendur þessarar narratífu er. Verður okkur sögð saga sem felur í sér bjartari framtíð eða er „djúpríkið“ loksins að nota loka trompið til þess eins að halda sýningunni gangandi með því að framkalla enn meiri ótta og klofning í garð ímyndaðra óvina, eins og svo oft áður nema í þessu tilfelli óvina handan okkar heims. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins og umboðsmaður.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun