Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:32 Þorgerður segir að utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, hafi talað saman í vikunni um hvað þyrfti að gera færi Trump í tollastríð við Evrópusambandið. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“ Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“
Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Fleiri fréttir Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Sjá meira