Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 08:03 Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur krabbameina er í dag 4. febrúar. Yfirskrift dagsins er sameiginleg markmið en ólíkar þarfir. Krabbameinsfélagið deilir framtíðarsýn með mörgum öðrum krabbameinsfélögum, að færri fái krabbamein, fleiri lifi þau af og geti lifað góðu lífi, með krabbamein og eftir að meðferð lýkur. En þrátt fyrir sameiginlega sýn er sérstaða Íslands talsverð. Aldurssamsetning íslensku þjóðarinnar er frábrugðin samsetningunni í Evrópu. Í árslok 2022 voru 15% þjóðarinnar eldri en 65 ára en 21% að meðaltali í Evrópu. Þetta breytist mjög hratt. Krabbamein eru fyrst og fremst sjúkdómar eldra fólks og fjölgar þegar þjóðin eldist. Spáð er að árið 2040 verði krabbameinstilvikin orðin um 3.000 en eru um 2.000 í dag. Miklar framfarir eru í greiningu og meðferð krabbameina. Það gefur tækifæri til að gefa aukinn gaum að lífsgæðum fólks sem hefur lokið krabbameinsmeðferð eða lifir með langvinn krabbamein. Áskoranir dagsins í dag og fram á veginn felast ekki bara í þessari gríðarmiklu fjölgun heldur líka því að íslenskt samfélag verður sífellt fjölbreyttara. Íslendingar eru forréttindaþjóð. Það á líka við um heilsu og krabbamein eins og kemur vel fram í nýrri skýrslu OECD um ójöfnuð tengdan krabbameinum. En blikur eru á lofti og margt sem huga þarf að. Ísland er í dag í fremstu röð varðandi árangur tengdan krabbameinum. Til að viðhalda þeim árangri og ná enn lengra þarf að takast á við ofangreindar áskoranir af festu og með skipulögðum hætti. Vítin eru til að varast þau og eitt af því sem læra má af öðrum þjóðum er mikilvægi þess að ójöfnuður varðandi krabbamein vaxi ekki hér á landi. Við þurfum að beita öllum leiðum til að tryggja að allir sitji við sama borð, þegar kemur að krabbameinum, burtséð frá til dæmis uppruna, búsetu eða menntun. Í stefnu Krabbameinsfélagsins er mikil áhersla á jöfnuð. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, stöðluð ferli fyrir alla allt frá því að grunur vaknar um krabbamein, gæðastýrð þjónusta og fleira miðar allt að því að tryggja að enginn falli á milli skips og bryggju og allir fái þjónustu við hæfi. Segja má að þessi áhersla sé kjarninn í tillögum um aðgerðir í krabbameinsmálum sem samráðshópur skipaður af heilbrigðisráðherra lagði fram síðastliðið vor. Afar ánægjulegt er að samkvæmt þingmálaskrá nýrrar ríkisstjórnar mun heilbrigðisráðherra leggja fram tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málaflokknum til fimm ára. Það verður stór áfangi fyrir íslenskt samfélag. Tilgangur Alþjóðlega krabbameinsdagsins er að auka vitund um margar hliðar krabbameina, hvetja til forvarna og aðgerða sem geta dregið úr hinum víðtæku, neikvæðu áhrifum þeirra. Á Íslandi greinast að meðaltali fimm einstaklingar með krabbamein á hverjum degi, allt árið um kring. Reynsla þeirra er sameiginleg á margan hátt en á sama tíma á hver og einn sína einstöku sögu og upplifun. Sögurnar eru jafnmargar og einstaklingarnir að baki þeim og djúpar og miklar tilfinningar eins og kvíði, seigla, sorg, von, ótti og léttir oft allsráðandi í þeim. Í krabbameinsþjónustu sem byggir á skýrri áætlun og markmiðum sem sett eru fram í ofangreindum tillögum skapast ráðrúm til að mæta þörfum hvers og eins. Með sameiginlegum markmiðum og skilningi á ólíkum þörfum næst árangur. Fjöldi fólks hefur sagt sína sögu í átaksmánuðum Krabbameinsfélagsins á undanförnum árum. Sögurnar sýna betur en annað hversu einstök reynsla og upplifun hvers og eins er. Hér er hægt kynna sér frásagnir fólks sem hefur greinst með krabbamein eða átt ástvin með krabbamein Hlekkur á reynslusögusafn Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun