Blátt bann við erlendum fjárframlögum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. febrúar 2025 22:25 Tilefni frumvarpsins er að þingkosningar fara fram í vor en Grænlendingar mega sín lítils andspænis hagsmunum stórveldanna. Getty Grænlenska landsstjórnin hyggst leggja blátt bann við nafnlausum og erlendum fjárhagsstuðningi til stjórnmálasamtaka. Ætlunin er að koma í veg fyrir erlend afskipti af þingkosningum þar í landi í vor. Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög. Grænland Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Í dag var grænlenska þingið sett og tilkynnti Mimi Karlsen, forseti þingsins úr röðum stjórnarflokksins Inuit ataqatigiit, að frumvarp verði lagt fram á morgun og fái flýtimerðferð. Frumvarpið kveður á um að fjárframlög erlendra eða ónafngreindra aðila til stjórnmálasamtaka verði með öllu óheimil. Fram kemur í umfjöllun Sermitsiaq um frumvarpið að það sé lagt fram „í ljósi alþjóðastjórnmálalegs áhuga á Grænlandi og þeirrar stöðu sem upp er komin, þar sem fulltrúar stórveldis sem jafnframt er bandamaður okkar hafa lýst því yfir að þeir vilji taka yfir Grænland.“ Þar er bersýnilega vitnað til ummæla Donalds Trump Bandaríkjaforseta og áhangenda hans sem hafa valdið miklu fjaðrafoki í grænlenskum stjórnmálum með yfirlýsingagleði sinni undanfarna mánuði. Hann hefur sagt það vera afgerandi fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að þau nái fullum yfirráðum yfir Grænlandi. Frumvarpið verður tekið fyrir á þingi þeirra Grænlendinga á morgun og gert er ráð fyrir því að það verði fyrirvaralaust að lögum. Bannið gildir líka um staðbundnar og ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þá verður það einnig stjórnmálahreyfingum óheimilt að þiggja fjárframlag frá einkaaðilum sem nemur samanlögðum 200 þúsund krónum dönskum, eða tæplega fjórum milljónum íslenskum, eða þá frá tilteknum einstaklingi eða fyrirtæki sem nemur 20 þúsund dönskum krónum, eða 400 þúsund íslenskum. Frumvarpið felur einnig í sér breytingar á reglum er varða upplýsingarskyldu stjórnmálahreyfinga varðandi fjárframlög.
Grænland Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira