Íslenski boltinn

Reykja­víkur­meistarar KR byrja Lengju­bikarinn á sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hvítklæddir KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar á dögunum.
Hvítklæddir KR-ingar urðu Reykjavíkurmeistarar á dögunum. KR

Aron Sigurðarson og Stefán Árni Geirsson skoruðu mörkin er KR hóf Lengjubikarinn með 2-0 sigri á Keflavík.

KR hefur átt góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu og vann Val nýverið 3-0 i úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Í kvöld hóf liðið leik í Lengjubikarnum og vann 2-0 sigur á Keflavík sem leikur í Lengjudeildinni næsta sumar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þurfti að gera ýmsar breytingar á leikmannahópi sínum í dag þar sem talsverður fjöldi KR-inga var frá góðu gamni. Í liðið vantaði til að mynda:

Luke Rae, Eið Gauta Sæbjörnsson, Ástbjörn Þórðarson, Guðmund Andra Tryggvason, Júlíus Má Júlíusson, Gyrði Hrafn Guðbrandsson, Finn Tómas Pálmason, Hjalta Sigurðsson og Vicente Valor.

Næsti leikur KR í Lengjubikarnum er gegn Leikni Reykjavík þann 19. febrúar á meðan Keflavík mætir ÍBV föstudaginn 14. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×