Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2025 08:30 Dagur Gautason hefur staðið sig frábærlega í Noregi og tekur nú stórt stökk til eins af bestu liðum Frakklands. ÖIF Arendal Handboltamaðurinn Dagur Gautason hefur samið við franska stórveldið Montpellier og kemur inn í liðið til að leysa af hólmi sænska landsliðsmanninn Lucas Pellas, sem sleit hásin. Frá þessu greina franskir miðlar og segja að Dagur sé væntanlegur til Montpellier í dag, og að vonir standi til þess að allri pappírsvinnu ljúki fljótt svo að hann geti spilað bikarleik gegn Aix á laugardaginn. Dagur, sem er uppalinn hjá KA, hefur farið á kostum með Arendal í norsku úrvalsdeildinni og var valinn besti vinstri hornamaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur svo haldið áfram að standa sig vel í vetur og er langmarkahæstur í liðinu með 83 mörk í 17 leikjum, og í 9. sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Til marks um styrk Montpellier þá voru níu leikmenn liðsins að spila á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Þeirra á meðal var Lucas Pellas sem eins og fyrr segir getur ekki spilað meira á leiktíðinni vegna meiðsla. Forráðamenn Montpellier ákváðu því að bregðast hratt við, enda í harðri samkeppni á nokkrum vígstöðvum, og eftir nokkur símtöl var lendingin sú að fá Dag til félagsins. Liðið er í 3. sæti frönsku deildarinnar en aðeins þremur stigum á eftir Nantes og PSG, auk þess að spila í Evrópudeildinni. Montpellier hefur fjórtán sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2012, þrettán sinnum bikarmeistari og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2018. Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira
Frá þessu greina franskir miðlar og segja að Dagur sé væntanlegur til Montpellier í dag, og að vonir standi til þess að allri pappírsvinnu ljúki fljótt svo að hann geti spilað bikarleik gegn Aix á laugardaginn. Dagur, sem er uppalinn hjá KA, hefur farið á kostum með Arendal í norsku úrvalsdeildinni og var valinn besti vinstri hornamaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann hefur svo haldið áfram að standa sig vel í vetur og er langmarkahæstur í liðinu með 83 mörk í 17 leikjum, og í 9. sæti yfir markahæstu menn í allri deildinni. Til marks um styrk Montpellier þá voru níu leikmenn liðsins að spila á nýafstöðnu heimsmeistaramóti. Þeirra á meðal var Lucas Pellas sem eins og fyrr segir getur ekki spilað meira á leiktíðinni vegna meiðsla. Forráðamenn Montpellier ákváðu því að bregðast hratt við, enda í harðri samkeppni á nokkrum vígstöðvum, og eftir nokkur símtöl var lendingin sú að fá Dag til félagsins. Liðið er í 3. sæti frönsku deildarinnar en aðeins þremur stigum á eftir Nantes og PSG, auk þess að spila í Evrópudeildinni. Montpellier hefur fjórtán sinnum orðið franskur meistari, síðast árið 2012, þrettán sinnum bikarmeistari og tvívegis unnið Meistaradeild Evrópu, síðast árið 2018.
Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Sjá meira