Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:02 Pavel Ermolinskij stýrði Tindastóli til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins, vorið 2023, en hefur ekki þjálfað lið síðan hann fór í veikindaleyfi í mars í fyrra. vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Keflvíkingar eru í leit að nýjum þjálfara eftir að Pétur Ingvarsson hætti á mánudaginn, og ljóst að þeir renndu hýru auga til Pavels sem á sínum tíma tók við Tindastóli eftir áramót og gerði liðið að Íslandsmeistara nokkrum mánuðum síðar. Ekki náðist í Pavel í gær en hann hefur nú tekið af allan vafa um málið, í nýjasta hlaðvarpsþætti af GAZinu: „Ég verð bara að segja: Ég er ekki að fara að taka við Keflavík. Það birtust fréttir [í gær] og búið að vera mikið kurr í gangi. Ég er ekki að fara að taka við Keflavík og ég er ekki að fara að snúa aftur í körfubolta á næstunni. Það er málið í þessu. Þetta kemur Keflavík ekkert við. Ég er góður þar sem ég er, í þessu sem við erum að gera,“ segir Pavel í spjalli við Helga Má Magnússon en hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Helgi benti á að Pavel væri einfaldlega upptekinn við annað. Að byggja upp „fjölmiðlasamsteypuna“ GAZið en þeir félagar hafa í vetur verið með hlaðvarpsþátt, upphitunarþátt í sjónvarpi fyrir valinn leik í hverri umferð Bónus-deildarinnar, og svo „gasað“ um þann tiltekna leik í beinni útsendingu. Pavel, sem hætti hjá Tindastóli í fyrra eftir að hafa farið í veikindaleyfi í mars fyrir tæpu ári, kveðst einfaldlega hæstánægður í þessu hlutverki og ekki í leit að þjálfarastarfi: „Ég get talað um körfubolta, myndað mér skoðanir, án þess að þurfa að taka neina ábyrgð eða taka neinar ákvarðanir. Það er rosalega gott líf fyrir mig að lifa akkúrat núna. Komum því frá og vonandi róast þetta þá aðeins í kringum mig, og við getum haldið áfram því sem við erum að gera hérna,“ sagði Pavel. Í þættinum ræða Pavel og Helgi um ýmislegt annað, þar á meðal nýjustu leikmennina í Bónus-deildinni og toppslag Stjörnunnar og Tindastóls, en hægt er að hlusta á þáttinn hér að ofan. Þættina má einnig finna á tal.is eða á öðrum hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik