Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 20:03 Kristófer Már Maronsson í málsóknarfélagi barna og formaðurfræðslunefndar Skagafjarðar, Jón Pétur Zimsen fyrrverandi kennari og skólastjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Stephensen grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ og trúnaðamaður kennara ræddu stöðuna í kjaradeilu kennara í Pallborðinu í dag. Vísir/Vilhelm Trúnaðarmaður kennara segir vantraust ríkja hjá stéttinni og samningar hafi ekki náðst því ekki hafi verið boðið nóg. Þingmaður Sjálfstæðisflokks kallar eftir að ráðamenn beri ábyrgð. Ríkissáttasemjari boðaði samninganefndir grunnskóla- og leikskólakennara á samningafund í dag og stóð hann fram eftir degi. Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í kjaradeilu grunn- og leikskólakennara á samningafund í dag klukkan hálf tvö. Samningafundurinn stóð enn þegar fréttastofa hafði samband á sjötta tímanum og gekk vel. Rætt var um kjaradeiluna í Pallborðinu í dag þar sem Ragnheiður Stephensen trúnaðarmaður kennara og grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðaskóla fagnaði að ríkið sé tilbúið í að fara í virðismat á störfum kennara. En það hafi slitnað hafi upp úr viðræðum um helgina því ekki hafi verið boðið nóg. „Ríkisstjórnin segist vera tilbúin að leggja í peninga þannig að hægt sé að ganga frá samningum. Gerum það. En áttum okkur á að þetta eru önnur tvö ár sem er verið að tala um og þessi sex prósent aukalega sem er verið að tala um við okkur eru ekki nóg. Við vorum komin á einhvern stað um helgina. Ég bind vonir við að fólk sé ekki fara í skotgrafirnar núna. Það var boðað til fundar í dag og ég bind vonir við að fólk þar átti sig á því að við erum búin að bíða í níu ár eftir því að fari verði að samningum sem voru gerðir við okkur,“ sagði Ragnheiður í Pallborði í dag. Krefst svara Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri segir mikilvægt að almenningur fá að vita hvað fór úrskeiðis í deilunni um helgina. „Ég óska eftir að pólitíkin komi fram og segi það. Magnús og félagar töldu sig vera að fara skrifa undir kjarasamning um helgina. Það er ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag að fá ekki að vita hvað breyttist. Allir þeir sem eru í forustu bæði hjá launanefnd, kennara, ríkisins þurfa að hugsa sig alvarlega um. Það eru börn undir,“ sagði Jón í pallborði í dag. Segir foreldra hafa orðið fyrir aðkasti Kristófer Már Maronsson aðili í Málsóknarfélagi barna sem hefur nú óskað eftir að Landsréttur skeri úr um lögmæti verkfallsaðgerða kennara segist styðja þá í kjaradeilunni. Hann segir ekkert óeðlilegt að vera hluti af málsókninni en hann er einnig formaður fræðslunefndar Skagafjarðar. Félagsfólk í leikskólum telur hann hafa brotið siðareglur með stefnunni. „Við foreldrar óskuðum eftir því að fá svör af hverju verkföllin væru aðeins í fjórum leikskólum sem hafa nú verið bráðum í sex vikur í verkfalli. Við fengum engin svör. Við erum fyrst og fremst að hugsa um hag barnanna okkar. Okkur er það skylt samkvæmt lögum um leikskóla. Við teljum að það sé verið að brjóta lög, Þó maður leiti réttar síns af því það er verið að brjóta á manni á einum stað þá eru hagsmunirnir mismunandi. Mér fannst rökstuðningur fyrir því að ég hefði brotið siðareglur heldur þunnur. Ef það verður niðurstaðan spyr ég hvort eitthvert foreldri geti setið í skólanefnd í sínu sveitarfélagi,“ segir Kristófer. Hann segir foreldra í málsvarnarfélaginu hafa orðið fyrir aðkasti. „Aðkasti hefur ekki verið beint til mín en ég hef fengið skjáskot af því sem fólk er að skrifa um mig. Ég hef meira og minna verið í símanum og tekið við skilaboðum til að styðja mig áfram í þessari baráttu. Ég vil að fólk geti leitað til dómstóla án þess að verða fyrir áreiti í íslensku samfélagi,“ segir Kristófer. Pallborðið í heild sinni. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ríkissáttasemjari boðaði deiluaðila í kjaradeilu grunn- og leikskólakennara á samningafund í dag klukkan hálf tvö. Samningafundurinn stóð enn þegar fréttastofa hafði samband á sjötta tímanum og gekk vel. Rætt var um kjaradeiluna í Pallborðinu í dag þar sem Ragnheiður Stephensen trúnaðarmaður kennara og grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðaskóla fagnaði að ríkið sé tilbúið í að fara í virðismat á störfum kennara. En það hafi slitnað hafi upp úr viðræðum um helgina því ekki hafi verið boðið nóg. „Ríkisstjórnin segist vera tilbúin að leggja í peninga þannig að hægt sé að ganga frá samningum. Gerum það. En áttum okkur á að þetta eru önnur tvö ár sem er verið að tala um og þessi sex prósent aukalega sem er verið að tala um við okkur eru ekki nóg. Við vorum komin á einhvern stað um helgina. Ég bind vonir við að fólk sé ekki fara í skotgrafirnar núna. Það var boðað til fundar í dag og ég bind vonir við að fólk þar átti sig á því að við erum búin að bíða í níu ár eftir því að fari verði að samningum sem voru gerðir við okkur,“ sagði Ragnheiður í Pallborði í dag. Krefst svara Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi skólastjóri segir mikilvægt að almenningur fá að vita hvað fór úrskeiðis í deilunni um helgina. „Ég óska eftir að pólitíkin komi fram og segi það. Magnús og félagar töldu sig vera að fara skrifa undir kjarasamning um helgina. Það er ekki boðlegt fyrir íslenskt samfélag að fá ekki að vita hvað breyttist. Allir þeir sem eru í forustu bæði hjá launanefnd, kennara, ríkisins þurfa að hugsa sig alvarlega um. Það eru börn undir,“ sagði Jón í pallborði í dag. Segir foreldra hafa orðið fyrir aðkasti Kristófer Már Maronsson aðili í Málsóknarfélagi barna sem hefur nú óskað eftir að Landsréttur skeri úr um lögmæti verkfallsaðgerða kennara segist styðja þá í kjaradeilunni. Hann segir ekkert óeðlilegt að vera hluti af málsókninni en hann er einnig formaður fræðslunefndar Skagafjarðar. Félagsfólk í leikskólum telur hann hafa brotið siðareglur með stefnunni. „Við foreldrar óskuðum eftir því að fá svör af hverju verkföllin væru aðeins í fjórum leikskólum sem hafa nú verið bráðum í sex vikur í verkfalli. Við fengum engin svör. Við erum fyrst og fremst að hugsa um hag barnanna okkar. Okkur er það skylt samkvæmt lögum um leikskóla. Við teljum að það sé verið að brjóta lög, Þó maður leiti réttar síns af því það er verið að brjóta á manni á einum stað þá eru hagsmunirnir mismunandi. Mér fannst rökstuðningur fyrir því að ég hefði brotið siðareglur heldur þunnur. Ef það verður niðurstaðan spyr ég hvort eitthvert foreldri geti setið í skólanefnd í sínu sveitarfélagi,“ segir Kristófer. Hann segir foreldra í málsvarnarfélaginu hafa orðið fyrir aðkasti. „Aðkasti hefur ekki verið beint til mín en ég hef fengið skjáskot af því sem fólk er að skrifa um mig. Ég hef meira og minna verið í símanum og tekið við skilaboðum til að styðja mig áfram í þessari baráttu. Ég vil að fólk geti leitað til dómstóla án þess að verða fyrir áreiti í íslensku samfélagi,“ segir Kristófer. Pallborðið í heild sinni.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira