Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa að mati Geirs allir mátt þola ósanngjarna meðferð af hálfu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson hættir sem formaður HSÍ í vor eftir tólf ár í starfi. Samsett/Getty/Vísir Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira