Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar 7. febrúar 2025 15:00 Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Flokkur fólksins Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samgöngustofa hefur fyrirskipað Isavia að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar frá miðnætti 8. febrúar. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugvéla. Í samkomulagi milli ríkis og borgar um framtíð og hlutverk Reykjavíkurflugvallar hefur verið ákvæði um að fara þurfi í trjáfellingar í Öskjuhlíð en Reykjavíkurborg hefur aðeins framkvæmt lítinn hluta af því verkefni. Hik hefur verið hjá borgaryfirvöldum að sinna þessari skyldu sinni og þess vegna er fyrrnefndum flugbrautum lokað. Þessi staða hefur valdið miklu umróti og skapað óöryggi hjá þjóðinni. Fólk óttast sérstaklega að ekki verði hægt að sinna sjúkraflugi eins og áður. Það muni hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur sjúklinga til hins verra að mati fagaðila. Á ári hverju eru fluttir 950 til 1000 sjúklingar með sjúkraflugi.Í um 45% tilfella er um að ræða sjúklinga sem nauðsynlega þurfa að komast í bráðaþjónustu á Landspítala. Þar er átt við sjúklinga þar sem hver mínúta skiptir máli og á það við um sjúklinga sem fá heilablóðfall, kransæðaþrengingar og alvarlega fjöláverka. Í slíkum tilfellum myndi lengdur flutningstími geta dregið verulega úr lífslíkum og batahorfum viðkomandi sjúklinga. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill minna á að samkvæmt landslögum eiga landmenn jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu. Til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu er nauðsynlegt að hafa öruggt sjúkraflug sem hægt er að treysta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi og ýmis bæjarfélög hafa sent frá sér yfirlýsingar til borgarstjórnar þar sem aðilar lýsa yfir þungum áhyggjum yfir þeirri alvarlegu stöðu sem upp er komin. Borgarfulltrúi Flokks fólksins tekur þessar yfirlýsingar og áhyggjur alvarlega og hvetur borgaryfirvöld að bregðast við með ábyrgð og leysa máli sem fyrst. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar