Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 14:17 Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Sigurðsson Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Kjarasamningar kennara við ríki og sveitarfélög eru vandasamir enda gegnir stéttin framlínustörfum í velferð barna. Sveitarstjórnarfólk um allt land hefur beina hagsmuni af því að kjarasamningar náist við kennara sem fyrst, þar sem eðlilegt skólahald er undirstaða öflugs menntakerfis og velferðar barna. Þegar samningaviðræður fara í strand er brýnt að vita af hverju. Margt er á huldu um það hvað varð til þess að upp úr slitnaði. Það sem við vitum fyrir víst er að á laugardaginn barst kennurum óvænt tillaga að viðbót við tilboð ríkissáttasemjara. Ekki er vitað hvaðan sú tillaga kom né hver lagði hana til. Í viðtölum hefur formaður Sambands Íslenskra sveitarfélga staðfest að þessi óvænta viðbót við tillögu ríkissáttasmejara hafi gefið kennurum „vissu um að hægt væri að ganga lengra varðandi launahækkanir en fram kom í innanhústillögu sem Ástráður Haraldsson ríkissátasemjari lagði fram í kjaradeilunni“. (Sögðust hafa vissu um að hægt væri að ganga lengra). Við vitum einnig að Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasamband Íslands segist ekki hafa upplifað „heilindi“ í viðræðunum. Hann hefur sagt að í gang hafi farið: „...pólitískur hráskinnaleikur“ um seinustu helgi og að þeim hafi orðið ljóst að „...hugur fylgdi ekki máli í þeim setningum sem að forsætisráðherra og formaður sambandsins höfðu komið fram með...“ („Pólitískur hráskinnaleikur“ kom í veg fyrir samning). Ekki verður betur séð an að tillaga sú sem lögð var fram sem viðbót við tillögu ríkissáttasemjara hafi sprengt viðræður milli kennara og ríkis og sveitarfélaga. Engin hefur hingað til viljað upplýsa um hver lagði slíka tillögu fram né í hvers umboði það var gert. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við hjá sveitarfélögunum fáum svör hvað þetta varðar. Ljóst er að allir vilja ljúka viðræðunum sem fyrst, en þar til það liggur fyrir hvað raunverulega gerðist um síðustu helgi, þegar samningar sprungu, verður áfram erfitt að ná lendingu. Sveitarstjórnarfólk eiga skýlausa kröfu á þá vitneskju. Ég hvet því stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands til að upplýsa okkur um það hver lagði tilgreinda tillögu fram og hvað var í henni fólgið? Höfundur er formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins og formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar