Enski boltinn

„Fé­lagið setur mig í skítastöðu“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnór í leik með Blackburn
Arnór í leik með Blackburn Vísir/Getty

Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Black­burn Rovers hefur tekið lands­liðs­manninn Arnór Sigurðs­son úr 25 manna leik­manna­hópi sínum fyrir lokaátök tíma­bilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun.

Skagamaðurinn hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október á síðasta ári og hefur verið að vinna sig til baka inn á knatt­spyrnu­völlinn en dagurinn tók óvænta stefnu í morgun þegar honum var tjáð að hann yrði ekki lengur skráður í leik­manna­hóp Black­burn í ensku B-deildinni en fyrir nokkrum dögum lokaði félags­skipta­glugginn í mörgum af helstu deildum Evrópu.

„Þetta kom mér virki­lega á óvart,“ segir Arnór í sam­tali við Vísi. „Ég fékk bara að vita þetta í morgun. Er kallaður inn á skrif­stofu og mér til­kynnt þetta. Þetta kemur bara flatt upp á mig.“

Það hlýtur að vera ansi mikið högg fyrir mann að heyra?

„Fyrst og fremst finnst mér það bara óheiðar­legt hjá félaginu, hvernig þeir gera þetta. Ég hef alltaf verið fag­maður í þessu, alltaf gefið mig allt mitt í þetta fyrir félagið en síðan ákveða þeir að gera þetta svona. Bíða eftir að félag­skipta­glugginn lokar og til­kynna mér þetta svo. Þeir setja mig í ómögu­lega stöðu. Ég er að renna út á samning eftir tíma­bilið og er búinn að vera meiddur. Það er kannski auðvelt að henda manni burt þegar að maður ætlar ekki að endur­semja.“

Það er ekkert í að­dragandanum sem að kveikti á ein­hverjum perum varðandi þetta?

„Nei eigin­lega þvert á móti. Bæði þjálfarinn sem og forráða­menn félagsins voru búnir að tala við mig og segja mér hversu mikilvægur ég yrði liðinu fyrir þessa síðustu leiki í baráttunni um um­spilssæti í deildinni. Að ég gæti gert gæfu­muninn. En svo fær maður þetta í and­litið.“

Þetta á sér allt stað í morgun en hvernig horfirðu á fram­haldið næstu daga og vikur? Er ein­hver mögu­leiki fyrir þig að færa þig um set?

„Eins og ég segi þá setur félagið mig í skítastöðu. Fyrst og fremst er ég bara að reyna ná mér góðum og byrja æfa með liðinu hér. Eins skrítið og það hljómar, ég þarf bara að koma mér út á völl og fá sjálf­s­traustið í líka­mann. Ég er búinn að vera lengi frá, spilaði síðast í október. Ein­beiting mín fer á þetta mars verk­efni hjá lands­liðinu, að vera heill og vera búinn að æfa reglu­lega og kominn með sjálf­s­traust í að geta spilað fót­bolta aftur. Það eru ein­hverjir félags­skipta­gluggar opnir en það er bara eitt­hvað sem ég þarf að skoða. Eins og staðan er núna er ég ekki að pæla í neinu öðru en að ná mér heilum.“

Arnór kom fyrst til Blackburn á láni frá CSKA Moskvu sumarið 2023 en var endanlega fenginn til enska liðsins í janúar á síðasta ári. Alls hefur hann spilað 41 leik fyrir félagið, skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar.

Aðspurður um ástæðu þess að taka Arnór úr hópnum gaf John Eustace, þjálfari Blackburn Rovers þá skýringu að sökum meiðslavandræða Arnórs sem og komu annarra leikmanna í janúarglugganum hafi sú ákvörðun tekin að draga Arnór úr hópnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×