Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 15:31 Frá Þórshöfn í Langanesbyggð. Konan var skólastjóri grunnskólans þar til 2020. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skólastjóri grunnskólans á Þórshöfn hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir umboðssvik í opinberu starfi í síðustu viku. Dómstóll féllst ekki á að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á allir þeirri upphæð sem saksóknari ákærði hana fyrir. Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna. Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira
Fjárdrátturinn var sagður hafa átt sér stað yfir um tveggja og hálfs árstímabil frá haustinu 2017 til febrúar 2020. Skólastjórinn millifærði þá fé af reikningum bæði grunnskólans og Félagsmiðstöðvarinnar Svartholsins yfir á eigin reikning. Konan hafði prókúru fyrir reikningum bæði skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Alls taldi héraðssaksóknari að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á um 8,5 milljónum króna, þar af tæpum átta milljónum af reikningi skólans. Grunur vaknaði um misferlið á fyrri hluta árs 2020 og voru endurskoðendur Langanesbyggðar þá fengnir til þess að fara yfir bankareikningana. Lögmannsstofa fór einnig yfir þá sem krafði konuna um skýringar og gögn. Lögmaður sveitarfélagsins gerði héraðssaksóknara viðvart um hugsanlegt fjármálamisferli í febrúar 2021. Þegar tímabilið þar sem flestar millifærslur af reikningum skólans og félagsmiðstöðvarinnar á reikning konunnar var skoðað kom í ljós að konan hafði greitt veðmálasíðunni Betson rúmar 12,8 milljónir króna í 1.200 greiðslum árið 2018. Oft hafi verið millifært inn á bankareikning hennar seint um kvöld þegar innistæða á honum nálgaðist núll. Héraðssaksóknari taldi að meirihluti fjárins hefði farið í fjárhættuspil á Betsson og annarri veðmálasíðu en að konan hefði einnig notað það í almenna neyslu. Blandaði saman eigin fjármálum og skólans Konan neitaði sök fyrir dómi og kvaðst hafa ráðstafað öllu fénu sem hún var ákærð fyrir að draga að sér í þágu verkefna á vegum skólans og félagsmiðstöðvarinnar. Við skýrslutökur hjá saksóknara sagðist hún telja sig saklausa og að hún hefði ekki haft einbeittan vilja til þess að draga sér fé. Vel gæti þó verið að hún hefði ekki haldið nógu vel utan um bókhaldið. Hún hefði ekki fengið aðgang að reikningi grunnskólans og félagsmiðstöðvarinnar í heimabanka og því notað eigin bankareikning í sumum tilfellum. Millifærslur af bankareikningi skólans á hennar eigin reikning hefðu flestar tengst kostnaði við Norðurlandaverkefni sem skólinn tók þátt í sem hún hefði greitt af sínum reikningi. Mögulega sek um að draga sér hluta fjárins sem hún var ákærð fyrir Sveitarfélagið tók skýringar konunnar um að stór hluti færslnanna hefðu tengst verkefni grunnskólans gildar. Óútskýrðar millifærslur af reikningi skólans hefðu numið tæpum þremur milljónum króna. Saksóknari taldi hins vegar að konan hefði gerst sek um fjárdrátt á mun hærri upphæð, alls um átta og hálfri milljón. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði því að hægt væri að fullyrða að konan hefði ætlað sér að draga að sér og nota í eigin þágu án heimildar alla þá upphæð, jafnvel þótt að hugsanlegt væri að hún hefði gerst sek um að draga sér lægri upphæð. Vegna þess hvernig ákæra héraðssaksóknara var orðuð hafnaði dómurinn því að hún hefði gerst sek um fjárdrátt í opinberu starfi. Konan var hins vegar talin hafa misnotað aðstöðu sína sem opinber starfsmaður og gerst sek um umboðssvik. Við ákvörðun refsingar var meðal annars litið til þess að hún hefði ráðstafað stærstum hluta fjármunanna sem hún millifærði á eigin reikning í þágu verkefna sem þeir áttu að fara til. Auk sex mánaða fangelsisdómsins, skilorðsbundins til tveggja ára, þarf konan að greiða tvo þriðju hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, tæpa tvær og hálfa milljón króna.
Langanesbyggð Efnahagsbrot Dómsmál Fjárhættuspil Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Sjá meira