„Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:01 (f.h.t.v.) Auður Björg, Helga Lotta og Sesselja mættu allar aftur til vinnu í morgun á Leikskólanum á Seltjarnarnesi eftir einnar viku verkfall. Þær segja að dagurinn sé sorgardagur. Vísir/Einar Kennarar fundu margir hverjir blendnar tilfinningar þegar fréttir af ólögmæti verkfallsaðgerða í þréttan leikskólum og sjö grunnskólum bárust seint í gær. Félagsdómur sagði það byggt á þeim forsendum að aðgerðir næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélags hjá sama vinnuveitanda. Kennarar á Leikskóla Seltjarnarness segja niðurstöðuna hafa komið á óvart. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær að vel kæmi til greina að grípa til frekari aðgerða. „Við erum alveg reiðubúin til að kjósa aftur. Ég heyri í strafsmönnum og þau eru öll til í það að halda áfram og ef við þurfum að fara í verkfall förum við í verkfall. En vonandi verður búið að greiða úr þessu fyrir það,“ segir Auður Björg Guðmundsdóttir, deildarstjóri á Leikskóla Seltjarnarness. Helga Lotta Reynisdóttir, kollegi hennar, tekur undir þetta. „Fólk er bara reiðubúið til að fara alla leið og vill bara landa samning. Það sem ég hræðist mest, og ég veit að margir hræðast mikið, er að það verði flótti úr stéttinni og við megum ekki við því.“ „Þetta er bara pínu sorgardagur“ Fólk verði að muna að verkfallsaðgerðir bitni mest á þeim sem fái besta og faglegasta þjónustu. Foreldrar á Seltjarnarnesi hafi til dæmis fundið mikið fyrir aðgerðum vegna þess að þar séu hlutfallslega margir faglærðir. Ekki allir búi svo vel. „Það verður að hafa það á bak við eyrað að þetta á að vera svona almennt. Svona á staðan að vera alls staðar og það er svo langt í frá,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir, tónlistarkennari við skólann. Það sé meðal ástæðna fyrir því að lítill vilji sé fyrir allsherjarverkfalli. „Það eru rosa margir leikskólar um land allt þar sem er hreinlega ekki fagfólk til staðar til að fara í verkfall,“ segir Helga. Fjölmargir kennarar, þar á meðal þær þrjár, mættu í svörtu í vinnuna í morgun. Hvers vegna? „Þetta er bara pínu sorgardagur. Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni, svolítið neyddur aftur til að vinna þó maður sé alltaf glaður að koma aftur í vinnuna - þó ekki á þennan hátt. Við hefðum viljað koma af því að við hefðum náð að landa samningi og náð að semja almennilega.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11 Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Kennarar á Leikskóla Seltjarnarness segja niðurstöðuna hafa komið á óvart. Formaður Kennarasambandsins sagði í gær að vel kæmi til greina að grípa til frekari aðgerða. „Við erum alveg reiðubúin til að kjósa aftur. Ég heyri í strafsmönnum og þau eru öll til í það að halda áfram og ef við þurfum að fara í verkfall förum við í verkfall. En vonandi verður búið að greiða úr þessu fyrir það,“ segir Auður Björg Guðmundsdóttir, deildarstjóri á Leikskóla Seltjarnarness. Helga Lotta Reynisdóttir, kollegi hennar, tekur undir þetta. „Fólk er bara reiðubúið til að fara alla leið og vill bara landa samning. Það sem ég hræðist mest, og ég veit að margir hræðast mikið, er að það verði flótti úr stéttinni og við megum ekki við því.“ „Þetta er bara pínu sorgardagur“ Fólk verði að muna að verkfallsaðgerðir bitni mest á þeim sem fái besta og faglegasta þjónustu. Foreldrar á Seltjarnarnesi hafi til dæmis fundið mikið fyrir aðgerðum vegna þess að þar séu hlutfallslega margir faglærðir. Ekki allir búi svo vel. „Það verður að hafa það á bak við eyrað að þetta á að vera svona almennt. Svona á staðan að vera alls staðar og það er svo langt í frá,“ segir Sesselja Kristjánsdóttir, tónlistarkennari við skólann. Það sé meðal ástæðna fyrir því að lítill vilji sé fyrir allsherjarverkfalli. „Það eru rosa margir leikskólar um land allt þar sem er hreinlega ekki fagfólk til staðar til að fara í verkfall,“ segir Helga. Fjölmargir kennarar, þar á meðal þær þrjár, mættu í svörtu í vinnuna í morgun. Hvers vegna? „Þetta er bara pínu sorgardagur. Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni, svolítið neyddur aftur til að vinna þó maður sé alltaf glaður að koma aftur í vinnuna - þó ekki á þennan hátt. Við hefðum viljað koma af því að við hefðum náð að landa samningi og náð að semja almennilega.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Seltjarnarnes Tengdar fréttir Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11 Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Fundinum lokið án árangurs Fundi kennara, sveitarfélaga og ríkis er lokið án árangurs. Ekki er búið að taka ákvörðun hvenær næsti fundur verði. Fundur í kjaradeilu framhaldsskóla hefur verið boðaður. 10. febrúar 2025 16:11
Kennarar klæðast svörtu í dag Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. 10. febrúar 2025 12:02
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55