Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 20:32 Það hefur alltaf verið mér mikil ráðgáta afhverju nánast allir sem standa upp og berjast gegn ofbeldi og ofbeldismenningu þurfa í kjölfarið að sæta ofbeldi, andlegu, ljótum hótunum eða jafnvel útskúfun og aðal áherslan er frekar þá sá aðili sem vekur athygli á ofbeldinu frekar en umræðan um alvarleika ofbeldisins. Baráttufólk gegn ofbeldi þykir “of mikið” það þykir vera að skemma “mannorð” annarra. Þau eru of djörf, of djarft orðaval. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að fjalla um viðfangsefnið af ákveðinni nærgætni en á það þá mögulega við mest ef það leikur einhver vafi á því að ofbeldi hafi átt sér stað. Vissulega kemur það fyrir en við verðum samt að líta á þá staðreynd hversu sjaldgæft það er í hlutfalli við það þegar raunverulegt ofbeldi hefur átt sér stað. Sannarlega má segja að aðili sem viljandi sakar annan um ofbeldi gagnvart til að skaða mannorð er þá ofbeldis manneskjan. Það virðist heldur viðkvæmt líka þegar bent er á kynin í þessu samhengi að karlmenn beiti konur oftar ofbeldi, kynbundið ofbeldi. Jú það er rétt að bæði kynin verða fyrir ofbeldi og það þarf að uppræta allt ofbeldi. En það er ekki hægt að líta fram hjá því hvaða hópur eða hópar eru í mestri hættu að verða fórnalömb ofbeldis. Konur eru í meiri hættu á að verða fórnarlömb ofbeldis. Skilgreining: Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Birtingarmyndir kynbundins ofbeldis geta verið ýmsar, t.d.andlegt,stafrænt,fjárhagslegt eðalíkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi,kynferðisofbeldi, mansal, vændi eða morð. -Fengið af heimasíðu Sjúk ást Konur, fatlaðar konur, kvár, og trans fólk og fleiri jaðarhópar en ég nefni hér eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Ekki er með nokkrum hætti hægt að breiða yfir það hvað raun tölfræði sýnir okkur í ofbeldismálum. Það er líka köld staðreynd að karlmenn eru oftar gerendur. Það þýðir ekki að allir karlmenn séu gerendur ofbeldis síður en svo og því er það mín óskhyggja að fleiri karlmenn líti upp til þeirra karlmanna og kvenmanna sem eru að tala og vinna gegn ofbeldi af öllu tagi. “Alvarlegasta birtingarform mismununar og félagslegrar undirokunar fatlaðs fólks á Íslandi er ofbeldi af ýmsum toga. Fyrirliggjandi kannanir benda til þess að í meirihluta tilvika séu gerendur ofbeldis gagnvart fötluðu fólki ekki sóttir til saka hvað þá dæmdir.” Ágúst 2020 -Heimild: Ofbeldi gegn fötluðum, logreglan.is Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir “allt kerfið óhagstætt fötluðu fólki sem verður fyrir ofbeldi. Hún segir kerfislægra breytinga þörf, en þær séu erfiðar því engar rannsóknir séu til um umfang ofbeldis gagnvart fötluðu fólki á Íslandi.” -Þorgerður Anna Gunnasdóttir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar “Um heim allan verður fólk fyrir mismunun og árásum sökum þess hvern það elskar, hvernig það kýs að tjá kyn sitt eða upplifir það, og í raun fyrir að vera það sjálft!” -Heimild: Amnesty.is Við þurfum ekki að vera sammála um allt orðaval eða hvernig er vakin athygli á ofbeldinu. Við þurfum bara að vera sammála um að við líðum ekki ofbeldi. Að við sem samfélag ætlum okkur að vernda samferðafólk okkar, að við ætlum að virða tilverurétt fólks, að við ætlum að bera virðingu fyrir og fagna fjölbreytileikanum. Að við ætlum ekki að þagga niður ofbeldi og ekki heldur þegar við vitum að það er að gerast innan veggja heimilis hjá fólki. Við þurfum að vera sammála um að styðja við þolendur og gefa þeim rými og hjálparhönd. Að við dæmum ekki þolendur ofbeldis. Við verðum að setja ábyrgð yfir á gerendur alltaf. Það er á ábyrgð gerenda að vinna í sínum málum, vinna úr áföllum eða því sem þarf að vinna úr og leitast eftir og þiggja aðstoð. Við eigum aldrei að sætta okkur við ofbeldið. Við þurfum öll að fræða okkur um það hvað ofbeldi er og hvaða skaðlegu afleiðingar það hefur fyrir þolendur. Það getur haft gríðarlega skaðlegar langtíma afleiðingar fyrir þolanda bæði líkamlega og andlega. Það getur líka skaðað aðstandendur þolanda. Það virðist vera að umræða um ofbeldi stuði marga. Hvernig getum við þá tekið þessa baráttu? Ef við segjum ekki réttar staðreyndir. Ef ekki má afhjúpa neitt? Er hrár sannleikur of erfiður? Tölfræði um ofbeldismál eru ekki fagrar heldur eru þær óhuggulegar. Þær valda manni skelfingu. Er ekki að betra að við sýnum samstöðu gegn ofbeldi sem samfélag? Ég las um þessa mýtu í pistli hjá Eygló Harðardóttir sem er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. “almennt er trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax.” En raunin er allt önnur því það er stór hluti þolenda sem tilkynna aldrei og það segir okkur að tölfræðin sem við sjáum í opinberum gögnum gefur ekki rétta mynd af vandanum. Erlendar rannsóknir sýna að það er afar sjaldgæft að það sé tilkynnt um ofbeldi sem ekki átti sér stað, semsagt falskar ásakanir. Tölfræðin 2024 Kynferðisbrot brotaþolar 2024 Fjöldi mála á borði lögreglu: 427 mál Þar af konur 88% þolenda og karlmenn 12% þolenda Kynferðisbrot grunaðir 2024: 94% grunaðra eru karlmenn og 6% kvenmenn Heimilisofbeldi 2024: Fjöldi árasaraðila 929 og árásarþola 1071 Árásaraðilar voru í 75 % karlmanna og 25% konur Árásarþolar voru í 68.2 % tilfella konur og 31.8 % tilfella karlmenn Heimildir: Lögreglan, opinberar skýrslur er að finna inn á logreglan.is Betra samfélag Vinnum saman að lausnum, styðjum við þau frábæru úrræði sem nú þegar eru til staðar. Úrræði sem hjálpa þolendum, einnig úrræðum sem hjálpa gerendum það er líka mikilvægt að þeir fái aðstoð. Í hópi gerenda erum við ekki að tala um eina manngerð heldur eru ofbeldismál ólík. Ekki er hægt að setja alla gerendur undir sama hatt. Tryggjum það að fólk sem berst ötullega gegn ofbeldi verði ekki fyrir ofbeldi fyrir það að berjast gegn því. Að við sem verðum vitni að slíku komum þeim þá frekar til varnar og verum þannig fyrirmyndir fyrir annað fólk að gera slíkt hið sama. Að þolendur ofbeldis sem stíga fram verði ekki fyrir frekara ofbeldi fyrir það að sýna hugrekki og þora. Ég þekki það af eigin raun að verða fyrir ofbeldi og það hafi verið reynt að þagga það niður. Þegar ég talaði upphátt um ofbeldið var mér hótað. Þó var þetta fyrir tíma samfélagsmiðla og ekki fór ég í fjölmiðla heldur opnaði ég mig við fólkið í kringum mig. Þolendur þora oft ekki að tjá sig vegna hræðslu um að verða fyrir frekara ofbeldi. Ég vil fá að þakka samtökunum Stígamótum sem studdu mig og urðu mín lífsbjörg. Þangað inn fór ég um 19 ára gömul. Var í um það bil 1 ár í sálfræðimeðferð og fór í hópastarf sem er ein dýrmætasta sjálfsvinna sem ég hef unnið. Ég bý enn að þeirri sjálfsvinnu orðin 36 ára gömul kona. Mig langar að setja þau úrræði sem eru í boði hér en þennan lista er að finna inn á heimasíðu lögreglunnar. Miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis Bjarkarhlíð – Reykjavík– 553 3000 –www.bjarkarhlid.is Bjarmahlíð – Akureyri– 551 2520 – www.bjarmahlid.is Sigurhæðir – Selfoss – 834 5566 –www.sigurhaedir.is Þolendasamtök Aflið – Akureyri – 461 5959 – www.aflidak.is Stígamót – 562 6868 – 800 6868 – www.stigamot.is Kvennaathvarfið – 561 3720/561 1285 – www.kvennaathvarf.is Kvennaathvarfið – Akureyri – 561 1205 – Kvennaráðgjöfin – www.kvennaradgjofin.is Fyrir þá sem hafa áhyggjur af hegðun sinni eða hafa beitt ofbeldi Taktu skrefið – www.taktuskrefid.is Heimilisfriður – 555 3020 – www.heimilisfridur.is Ætíð er hægt að hringja í 1717 hjálparsíma Rauða krossins til að tala við einhvern í trúnaði #Égtrúi Höfundur er kona, fræðsluaðili, þáttastjórnandi, áhugamanneskja um allt sem er mannlegt og aktivisti sem berst fyrir jafnrétti og almennt styður við þolendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það hefur alltaf verið mér mikil ráðgáta afhverju nánast allir sem standa upp og berjast gegn ofbeldi og ofbeldismenningu þurfa í kjölfarið að sæta ofbeldi, andlegu, ljótum hótunum eða jafnvel útskúfun og aðal áherslan er frekar þá sá aðili sem vekur athygli á ofbeldinu frekar en umræðan um alvarleika ofbeldisins. Baráttufólk gegn ofbeldi þykir “of mikið” það þykir vera að skemma “mannorð” annarra. Þau eru of djörf, of djarft orðaval. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að fjalla um viðfangsefnið af ákveðinni nærgætni en á það þá mögulega við mest ef það leikur einhver vafi á því að ofbeldi hafi átt sér stað. Vissulega kemur það fyrir en við verðum samt að líta á þá staðreynd hversu sjaldgæft það er í hlutfalli við það þegar raunverulegt ofbeldi hefur átt sér stað. Sannarlega má segja að aðili sem viljandi sakar annan um ofbeldi gagnvart til að skaða mannorð er þá ofbeldis manneskjan. Það virðist heldur viðkvæmt líka þegar bent er á kynin í þessu samhengi að karlmenn beiti konur oftar ofbeldi, kynbundið ofbeldi. Jú það er rétt að bæði kynin verða fyrir ofbeldi og það þarf að uppræta allt ofbeldi. En það er ekki hægt að líta fram hjá því hvaða hópur eða hópar eru í mestri hættu að verða fórnalömb ofbeldis. Konur eru í meiri hættu á að verða fórnarlömb ofbeldis. Skilgreining: Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi. Birtingarmyndir kynbundins ofbeldis geta verið ýmsar, t.d.andlegt,stafrænt,fjárhagslegt eðalíkamlegt ofbeldi, heimilisofbeldi,kynferðisofbeldi, mansal, vændi eða morð. -Fengið af heimasíðu Sjúk ást Konur, fatlaðar konur, kvár, og trans fólk og fleiri jaðarhópar en ég nefni hér eru í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi. Ekki er með nokkrum hætti hægt að breiða yfir það hvað raun tölfræði sýnir okkur í ofbeldismálum. Það er líka köld staðreynd að karlmenn eru oftar gerendur. Það þýðir ekki að allir karlmenn séu gerendur ofbeldis síður en svo og því er það mín óskhyggja að fleiri karlmenn líti upp til þeirra karlmanna og kvenmanna sem eru að tala og vinna gegn ofbeldi af öllu tagi. “Alvarlegasta birtingarform mismununar og félagslegrar undirokunar fatlaðs fólks á Íslandi er ofbeldi af ýmsum toga. Fyrirliggjandi kannanir benda til þess að í meirihluta tilvika séu gerendur ofbeldis gagnvart fötluðu fólki ekki sóttir til saka hvað þá dæmdir.” Ágúst 2020 -Heimild: Ofbeldi gegn fötluðum, logreglan.is Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir “allt kerfið óhagstætt fötluðu fólki sem verður fyrir ofbeldi. Hún segir kerfislægra breytinga þörf, en þær séu erfiðar því engar rannsóknir séu til um umfang ofbeldis gagnvart fötluðu fólki á Íslandi.” -Þorgerður Anna Gunnasdóttir framkvæmdastjóri Þroskahjálpar “Um heim allan verður fólk fyrir mismunun og árásum sökum þess hvern það elskar, hvernig það kýs að tjá kyn sitt eða upplifir það, og í raun fyrir að vera það sjálft!” -Heimild: Amnesty.is Við þurfum ekki að vera sammála um allt orðaval eða hvernig er vakin athygli á ofbeldinu. Við þurfum bara að vera sammála um að við líðum ekki ofbeldi. Að við sem samfélag ætlum okkur að vernda samferðafólk okkar, að við ætlum að virða tilverurétt fólks, að við ætlum að bera virðingu fyrir og fagna fjölbreytileikanum. Að við ætlum ekki að þagga niður ofbeldi og ekki heldur þegar við vitum að það er að gerast innan veggja heimilis hjá fólki. Við þurfum að vera sammála um að styðja við þolendur og gefa þeim rými og hjálparhönd. Að við dæmum ekki þolendur ofbeldis. Við verðum að setja ábyrgð yfir á gerendur alltaf. Það er á ábyrgð gerenda að vinna í sínum málum, vinna úr áföllum eða því sem þarf að vinna úr og leitast eftir og þiggja aðstoð. Við eigum aldrei að sætta okkur við ofbeldið. Við þurfum öll að fræða okkur um það hvað ofbeldi er og hvaða skaðlegu afleiðingar það hefur fyrir þolendur. Það getur haft gríðarlega skaðlegar langtíma afleiðingar fyrir þolanda bæði líkamlega og andlega. Það getur líka skaðað aðstandendur þolanda. Það virðist vera að umræða um ofbeldi stuði marga. Hvernig getum við þá tekið þessa baráttu? Ef við segjum ekki réttar staðreyndir. Ef ekki má afhjúpa neitt? Er hrár sannleikur of erfiður? Tölfræði um ofbeldismál eru ekki fagrar heldur eru þær óhuggulegar. Þær valda manni skelfingu. Er ekki að betra að við sýnum samstöðu gegn ofbeldi sem samfélag? Ég las um þessa mýtu í pistli hjá Eygló Harðardóttir sem er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. “almennt er trú á að "alvöru" brotaþolar tilkynni brot strax.” En raunin er allt önnur því það er stór hluti þolenda sem tilkynna aldrei og það segir okkur að tölfræðin sem við sjáum í opinberum gögnum gefur ekki rétta mynd af vandanum. Erlendar rannsóknir sýna að það er afar sjaldgæft að það sé tilkynnt um ofbeldi sem ekki átti sér stað, semsagt falskar ásakanir. Tölfræðin 2024 Kynferðisbrot brotaþolar 2024 Fjöldi mála á borði lögreglu: 427 mál Þar af konur 88% þolenda og karlmenn 12% þolenda Kynferðisbrot grunaðir 2024: 94% grunaðra eru karlmenn og 6% kvenmenn Heimilisofbeldi 2024: Fjöldi árasaraðila 929 og árásarþola 1071 Árásaraðilar voru í 75 % karlmanna og 25% konur Árásarþolar voru í 68.2 % tilfella konur og 31.8 % tilfella karlmenn Heimildir: Lögreglan, opinberar skýrslur er að finna inn á logreglan.is Betra samfélag Vinnum saman að lausnum, styðjum við þau frábæru úrræði sem nú þegar eru til staðar. Úrræði sem hjálpa þolendum, einnig úrræðum sem hjálpa gerendum það er líka mikilvægt að þeir fái aðstoð. Í hópi gerenda erum við ekki að tala um eina manngerð heldur eru ofbeldismál ólík. Ekki er hægt að setja alla gerendur undir sama hatt. Tryggjum það að fólk sem berst ötullega gegn ofbeldi verði ekki fyrir ofbeldi fyrir það að berjast gegn því. Að við sem verðum vitni að slíku komum þeim þá frekar til varnar og verum þannig fyrirmyndir fyrir annað fólk að gera slíkt hið sama. Að þolendur ofbeldis sem stíga fram verði ekki fyrir frekara ofbeldi fyrir það að sýna hugrekki og þora. Ég þekki það af eigin raun að verða fyrir ofbeldi og það hafi verið reynt að þagga það niður. Þegar ég talaði upphátt um ofbeldið var mér hótað. Þó var þetta fyrir tíma samfélagsmiðla og ekki fór ég í fjölmiðla heldur opnaði ég mig við fólkið í kringum mig. Þolendur þora oft ekki að tjá sig vegna hræðslu um að verða fyrir frekara ofbeldi. Ég vil fá að þakka samtökunum Stígamótum sem studdu mig og urðu mín lífsbjörg. Þangað inn fór ég um 19 ára gömul. Var í um það bil 1 ár í sálfræðimeðferð og fór í hópastarf sem er ein dýrmætasta sjálfsvinna sem ég hef unnið. Ég bý enn að þeirri sjálfsvinnu orðin 36 ára gömul kona. Mig langar að setja þau úrræði sem eru í boði hér en þennan lista er að finna inn á heimasíðu lögreglunnar. Miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis Bjarkarhlíð – Reykjavík– 553 3000 –www.bjarkarhlid.is Bjarmahlíð – Akureyri– 551 2520 – www.bjarmahlid.is Sigurhæðir – Selfoss – 834 5566 –www.sigurhaedir.is Þolendasamtök Aflið – Akureyri – 461 5959 – www.aflidak.is Stígamót – 562 6868 – 800 6868 – www.stigamot.is Kvennaathvarfið – 561 3720/561 1285 – www.kvennaathvarf.is Kvennaathvarfið – Akureyri – 561 1205 – Kvennaráðgjöfin – www.kvennaradgjofin.is Fyrir þá sem hafa áhyggjur af hegðun sinni eða hafa beitt ofbeldi Taktu skrefið – www.taktuskrefid.is Heimilisfriður – 555 3020 – www.heimilisfridur.is Ætíð er hægt að hringja í 1717 hjálparsíma Rauða krossins til að tala við einhvern í trúnaði #Égtrúi Höfundur er kona, fræðsluaðili, þáttastjórnandi, áhugamanneskja um allt sem er mannlegt og aktivisti sem berst fyrir jafnrétti og almennt styður við þolendur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun