Heimir Már til liðs við Ingu og Flokks fólksins Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2025 14:58 Heimir Már hefur nú söðlað um og gengið til liðs við Ingu Sæland og flokk fólksins. Hans verður sárt saknað af vettvangi fjölmiðlanna. vísir/vilhelm Heimir Már Pétursson, einhver vaskasti fréttamaður nú um stundir, hefur söðlað um og tekið að sér að verða framkvæmdastjóri og upplýsingafulltrúi þingflokks Flokks fólksins. Eftirsjá verður af Heimi Má á skjánum en hann hlaut verðskuldað blaðamannaverðlaun ársins í fyrra. Enn missir blaðamannastéttin einn af sínum helstu reynsluboltum og munar um minna. „Ég hef starfað á fréttastofunni með nokkrum útúrdúrum í rúm tuttugu og fimm ár, frá því ég var fyrst ráðinn vorið 1991 þá 29 ára að aldri,“ segir Heimir Már. Á að baki langan og frækinn feril Heimir Már hefur undanfarin ár starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar einnig Vísis. „Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki á öllum sviðum fréttastofu. Þar hef ég bæði lært mikið af öðru fólki en einnig fengið að spreyta mig á mjög fjölbreyttum verkefnum í fréttum, þáttagerð og þáttastjórnun og fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Ég kveð góða vinnufélaga með söknuði en einnig stolti af þessari stærstu fréttastofu landsins, sem er í raun eina mótvægið við ríkismiðilinn RÚV.“ Heimir Már var gjarnan í miðju átaka og leitaði frétta. Þessi mynd er tekin við Austurvöll 2022.vísir/Rax En nú taka ný verkefni við. Heimir segist spenntur fyrir þeim en bendir á að nú sé hann að hverfa á gamlar og kunnuglegar slóðir. „Ég hef áður starfað á vettvangi Alþingis sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999. Það er kannski hollt að skipta um starf á að minnsta kosti 25 ára fresti,“ segir Heimir Már. Ef einhver getur komið skikki á mannskapinn... Fréttastofan kveður Heimi Má með söknuði – hann skilur eftir sig skarð sem verður erfitt að fylla. „Við eigum eftir að sakna Heimis óskaplega enda hefur hann komið að uppeldi okkar flestra á fréttagólfinu. Hann hefur verið örlátur á ráð og leiðbeiningar - og alltaf hægt að fletta upp í minni hans og reynslu. En við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og það verður gaman að takast á við hann, þarna hinum megin við línuna,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu. Heimir Már er sérfróður í málefnum Nordic Circle og naut þá fulltingis síns gamla prófessors, Ólafs Ragnars Grímssonar, við að brjóta mál til mergjar.vísir/arnar Gárungum þótti skondið þegar Flokkur fólksins auglýsti eftir upplýsingafulltrúa í miðju fári sem flokkurinn stóð þá frammi fyrir: Styrkjamálið svokallað og fréttaflutningi af símtali sem Inga Sæland, formaðurinn sjálfur, hafði átt við skólastjóra Borgarholtsskóla vegna tapaðs Nike-skós var í algleymingi. Ýmsum þótti sem þarna væri verk að vinna. Og víst er að það verður í mörg horn að líta fyrir Heimi Má, en ef einhver getur komið skikki mannskapinn þá er það hann. Ekki er verra fyrir Flokk fólksins að njóta fulltingis manns sem þekki hvern krók og kima á fjölmiðlum, en að sama skapi erfitt fyrir fjölmiðla að eiga við hann. Ráða einnig lögfræðing ... Heimir Már er ekki eina breytingin sem Flokkur fólksins gerir á sínu liði. Í tilkynningu sem Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður sendi út nú rétt í þessu flokkurinn sendi frá sér er einnig tilkynnt um að Katrín Viktoría Leva hafi verið ráðin sem lögfræðingur þingflokksins. Katrín lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum. Fjölmiðlar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Eftirsjá verður af Heimi Má á skjánum en hann hlaut verðskuldað blaðamannaverðlaun ársins í fyrra. Enn missir blaðamannastéttin einn af sínum helstu reynsluboltum og munar um minna. „Ég hef starfað á fréttastofunni með nokkrum útúrdúrum í rúm tuttugu og fimm ár, frá því ég var fyrst ráðinn vorið 1991 þá 29 ára að aldri,“ segir Heimir Már. Á að baki langan og frækinn feril Heimir Már hefur undanfarin ár starfað á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar einnig Vísis. „Ég hef unnið með mörgu frábæru fólki á öllum sviðum fréttastofu. Þar hef ég bæði lært mikið af öðru fólki en einnig fengið að spreyta mig á mjög fjölbreyttum verkefnum í fréttum, þáttagerð og þáttastjórnun og fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Ég kveð góða vinnufélaga með söknuði en einnig stolti af þessari stærstu fréttastofu landsins, sem er í raun eina mótvægið við ríkismiðilinn RÚV.“ Heimir Már var gjarnan í miðju átaka og leitaði frétta. Þessi mynd er tekin við Austurvöll 2022.vísir/Rax En nú taka ný verkefni við. Heimir segist spenntur fyrir þeim en bendir á að nú sé hann að hverfa á gamlar og kunnuglegar slóðir. „Ég hef áður starfað á vettvangi Alþingis sem framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 1999. Það er kannski hollt að skipta um starf á að minnsta kosti 25 ára fresti,“ segir Heimir Már. Ef einhver getur komið skikki á mannskapinn... Fréttastofan kveður Heimi Má með söknuði – hann skilur eftir sig skarð sem verður erfitt að fylla. „Við eigum eftir að sakna Heimis óskaplega enda hefur hann komið að uppeldi okkar flestra á fréttagólfinu. Hann hefur verið örlátur á ráð og leiðbeiningar - og alltaf hægt að fletta upp í minni hans og reynslu. En við óskum honum velfarnaðar í nýju starfi og það verður gaman að takast á við hann, þarna hinum megin við línuna,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu. Heimir Már er sérfróður í málefnum Nordic Circle og naut þá fulltingis síns gamla prófessors, Ólafs Ragnars Grímssonar, við að brjóta mál til mergjar.vísir/arnar Gárungum þótti skondið þegar Flokkur fólksins auglýsti eftir upplýsingafulltrúa í miðju fári sem flokkurinn stóð þá frammi fyrir: Styrkjamálið svokallað og fréttaflutningi af símtali sem Inga Sæland, formaðurinn sjálfur, hafði átt við skólastjóra Borgarholtsskóla vegna tapaðs Nike-skós var í algleymingi. Ýmsum þótti sem þarna væri verk að vinna. Og víst er að það verður í mörg horn að líta fyrir Heimi Má, en ef einhver getur komið skikki mannskapinn þá er það hann. Ekki er verra fyrir Flokk fólksins að njóta fulltingis manns sem þekki hvern krók og kima á fjölmiðlum, en að sama skapi erfitt fyrir fjölmiðla að eiga við hann. Ráða einnig lögfræðing ... Heimir Már er ekki eina breytingin sem Flokkur fólksins gerir á sínu liði. Í tilkynningu sem Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður sendi út nú rétt í þessu flokkurinn sendi frá sér er einnig tilkynnt um að Katrín Viktoría Leva hafi verið ráðin sem lögfræðingur þingflokksins. Katrín lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 og ML-prófi í lögfræði frá sama skóla árið 2014. Hluta meistaranámsins stundaði hún við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla. Árið 2020 hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum.
Fjölmiðlar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03 Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Sjá meira
Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. 15. mars 2024 18:03