Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2025 14:49 Pete Hegseth í höfuðstöðvum NATO í Brussel í dag. AP/Omar Havana Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. Í ræðu sem hann hélt á fundi bakhjarla Úkraínu í Brussel í dag sagði Hegseth að Úkraínumenn þyrftu líklega að láta land af hendi í skiptum fyrir frið, þar sem ekki væri raunhæft að þeir gætu rekið Rússa á brott frá hernumdum svæðum. Hegseth sagði að viðleitni við að reyna að ná þeim markmiðum myndi eingöngu framlengja átökin og valda meiri þjáningu. Trump ætlar að sögn Hegseths að fá bæði Vólódímír Selenskí og Vladimír Pútín, forseta Úkraínu og Rússlands, að samningaborðinu. Þar að auki sagði hann að leita ætti frekar til Evrópuríkja en Bandaríkjanna þegar kæmi að því að tryggja frið við Rússa til lengri tíma. Mikilvægt væri að tryggja frið til lengri tíma en þrátt fyrir það væri aðild Úkraínu að NATO ekki raunhæf. Þetta var í fyrsta sinn sem fundi bakhjarlanna var ekki stýrt af Bandaríkjamönnum en að þessu sinni var honum stýrt af Bretum. Sjá má ávarp Hegseths í spilaranum hér að neðan. Góðar öryggisráðstafanir nauðsynlegar Ráðamenn í Úkraínu, og þar á meðal Selenskí, hafa sagst tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Slíkum samningum þurfi þó að fylgja góðar og bindandi öryggisráðstafanir. Efst á lista þeirra yfir slíkar ráðstafanir er aðild að Atlantshafsbandalaginu. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggisráðstafanir. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Sjá einnig: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Evrópa þurfi að leggja meira til varnarmála Í ávarpi sínu sagði Hegseth að öryggistryggingar handa Úkraínumönnum myndu ekki snúa að NATO, heldur yrðu ríki Evrópu að koma að því að tryggja öryggi. Engir bandarískir hermenn yrðu sendir til Úkraínu vegna einhverskonar friðarsamkomulags og ríkið yrði ekki varið með fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem fjallar um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Ef friðargæsluliðar yrðu sendir til Úkraínu eða hermenn til að tryggja frið, yrðu ríki Evrópu að senda þá. Hann sagði leiðtoga Evrópu þurfa að segja íbúum ríkja þeirra sannleikann. Eina leiðin til að tryggja frið væri að verja meira til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu væri ekki nóg. Trump hefði talað um að fimm prósent þyrfti til og því sagðist Hegseth sammála. Sagði hann Pólverja til að mynda vera að nálgast fimm prósentin og það gætu fleiri gert. Hann sagði Bandaríkjamenn upptekna við að verja eigin landamæri og vegna ógnar frá Kína og þyrftu þeir að einbeita sér frekar að Kyrrahafinu en Evrópu. Hegseth sagði Bandaríkjamenn standa í þeirri trú að Atlantshafsbandalagið væri alls ekki komið að leiðarlokum. Bandalagið myndi lifa margar kynslóðir í framtíðinni en Bandaríkjamenn myndu þó ekki sætta sig lengur við ójafnvægið þegar kæmi að fjárlögum til varnarmála. Evrópa þyrfti að standa sig betur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump NATO Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. 12. febrúar 2025 12:01 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Í ræðu sem hann hélt á fundi bakhjarla Úkraínu í Brussel í dag sagði Hegseth að Úkraínumenn þyrftu líklega að láta land af hendi í skiptum fyrir frið, þar sem ekki væri raunhæft að þeir gætu rekið Rússa á brott frá hernumdum svæðum. Hegseth sagði að viðleitni við að reyna að ná þeim markmiðum myndi eingöngu framlengja átökin og valda meiri þjáningu. Trump ætlar að sögn Hegseths að fá bæði Vólódímír Selenskí og Vladimír Pútín, forseta Úkraínu og Rússlands, að samningaborðinu. Þar að auki sagði hann að leita ætti frekar til Evrópuríkja en Bandaríkjanna þegar kæmi að því að tryggja frið við Rússa til lengri tíma. Mikilvægt væri að tryggja frið til lengri tíma en þrátt fyrir það væri aðild Úkraínu að NATO ekki raunhæf. Þetta var í fyrsta sinn sem fundi bakhjarlanna var ekki stýrt af Bandaríkjamönnum en að þessu sinni var honum stýrt af Bretum. Sjá má ávarp Hegseths í spilaranum hér að neðan. Góðar öryggisráðstafanir nauðsynlegar Ráðamenn í Úkraínu, og þar á meðal Selenskí, hafa sagst tilbúnir til að gefa eftir landsvæði fyrir frið. Slíkum samningum þurfi þó að fylgja góðar og bindandi öryggisráðstafanir. Efst á lista þeirra yfir slíkar ráðstafanir er aðild að Atlantshafsbandalaginu. Selenskí hefur varað við því að án aðkomu Bandaríkjanna eigi ríki Evrópu erfitt með að veita Úkraínumönnum góðar öryggisráðstafanir. Án slíkra ráðstafana er, eins og áður hefur komið fram, fátt sem kemur í veg fyrir að Rússar byggi upp her sinn að nýju á nokkrum árum og geri aftur innrás í Úkraínu. Rússar væru í betri stöðu en Úkraínumenn til að byggja upp efnahag sinn og her á nýjan leik, vegna þeirra miklu skemmda sem árásir Rússa hafa valdið í Úkraínu. Erfitt gæti verið fyrir Úkraínu að stöðva aðra innrás við slíkar kringumstæður. Sjá einnig: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Verði Úkraínumenn þvingaðir til óhagstæðs friðarsáttmála sem gæti leitt til nýs stríðs á komandi árum eru miklar líkur á því að þær milljónir manna sem hafa flúið land, og þar er að mestu um konur og börn að ræða, snúi aldrei aftur heim. Evrópa þurfi að leggja meira til varnarmála Í ávarpi sínu sagði Hegseth að öryggistryggingar handa Úkraínumönnum myndu ekki snúa að NATO, heldur yrðu ríki Evrópu að koma að því að tryggja öryggi. Engir bandarískir hermenn yrðu sendir til Úkraínu vegna einhverskonar friðarsamkomulags og ríkið yrði ekki varið með fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem fjallar um sameiginlegar varnir aðildarríkja. Ef friðargæsluliðar yrðu sendir til Úkraínu eða hermenn til að tryggja frið, yrðu ríki Evrópu að senda þá. Hann sagði leiðtoga Evrópu þurfa að segja íbúum ríkja þeirra sannleikann. Eina leiðin til að tryggja frið væri að verja meira til varnarmála. Tvö prósent af vergri landsframleiðslu væri ekki nóg. Trump hefði talað um að fimm prósent þyrfti til og því sagðist Hegseth sammála. Sagði hann Pólverja til að mynda vera að nálgast fimm prósentin og það gætu fleiri gert. Hann sagði Bandaríkjamenn upptekna við að verja eigin landamæri og vegna ógnar frá Kína og þyrftu þeir að einbeita sér frekar að Kyrrahafinu en Evrópu. Hegseth sagði Bandaríkjamenn standa í þeirri trú að Atlantshafsbandalagið væri alls ekki komið að leiðarlokum. Bandalagið myndi lifa margar kynslóðir í framtíðinni en Bandaríkjamenn myndu þó ekki sætta sig lengur við ójafnvægið þegar kæmi að fjárlögum til varnarmála. Evrópa þyrfti að standa sig betur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump NATO Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skotflaugar féllu á Kænugarð Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. 12. febrúar 2025 12:01 Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59 Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55 Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15 Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Skotflaugar féllu á Kænugarð Að minnsta kosti einn er látinn og þrír sagðir eftir skotflaugaárás á Kænugarð í nótt. Nokkrir eldar kviknuðu vegna árásarinnar en Rússar eru sagðir hafa kostið sjö skotflaugum að Kænugarði og Kryvyi Rog og einnig notast við 123 sjálfsprengidróna til árása í Úkraínu. 12. febrúar 2025 12:01
Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. 11. febrúar 2025 20:59
Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Samskiptin við Bandaríkin undir stjórn nýs forseta og uppgangur hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskalands var efst á baugi í fyrstu sjónvarpskappræðum kanslaraefnanna fyrir þingkosningarnar í Þýskalandi í gær. 10. febrúar 2025 09:55
Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúin til að ganga til hvers konar viðræðna um endalok átaka að því gefnu að Evrópa og Bandaríkin skuldbindi sig til að styðja áfram við Úkraínu. 10. febrúar 2025 08:15
Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Úkraínskir hermenn gerðu í gær nokkrar tiltölulega umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kúrsk-héraði. Eru þeir sagðir hafa brotið sér leið gegnum varnir Rússa og sótt fram allt að fimm kílómetra. 7. febrúar 2025 11:35
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent