„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 13:02 Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í stórum leik í kvöld. Jafnvel þeim stærsta sem íslenskt fótboltalið hefur spilað. vísir/Aron Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti