Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 10:44 Hermann Austmar er faðir stúlku í Breiðholtsskóla. Vísir/Vilhelm Hermann Austmar, faðir stúlku í Breiðholtsskóla, segir ógnarstjórnun ráða ríkjum í árgangi dóttur hennar sem er á miðstigi skólans. Hann talar um að fámennur hópur ráði ríkjum og að börn hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hermann í Bítinu á Bylgjunni í morgun en Morgunblaðið fjallaði um ástandið í árganginum fyrr í vikunni. Þar sagði að börn þyrðu ekki í skólann. „Þetta er algjörlega satt. Það var foreldrafundur í desember. Það voru mjög margir foreldrar á þeim fundi sem lýstu því þannig að börnin þeirra væru logandi hrædd við að vera í skólanum, og mæta í skólann. Það er þannig að einhver börn eru ekki að mæta í skólann,“ sagði Hermann. „Þetta er ekkert nýtt“ Hann segir að það hafi legið fyrir síðan krakkarnir voru í öðrum bekk að þessum árgangi myndu fylgja vandamál. Þau hafi síðan stigmagnast á síðustu árum. „Það var ljóst strax að þetta yrði vandamál. Ég átti fund með skóla- og frístundasviði og skólastjóra, og öðru foreldri í öðrum bekk. Það hefur verið alveg auglóst í hvað stefndi. Þetta er ekkert nýtt, og þetta er búið að fara vaxandi eftir að þau eldast.“ Í Morgunblaðinu var fjallað um að börn hefðu orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Hermann segir þá lýsingu rétta. „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur. Þetta eru ekki einhver einstök mál. Eins og starfsmenn skólans eru búnir að lýsa þessu fyrir mér er alvarleg ofbeldismenning í þessum árgangi. Það væri ógnarstjórn. Þau væru stanslaust hrædd um að ofbeldi gæti gerst hvenær sem er.“ Sem dæmi um ofbeldi nefnir Hermann hópárás sem átti sér stað fyrir utan skólann. Sú árás hafi verið tekin upp á myndband og send á aðra nemendur á Snapchat, sem hafi því orðið meðvituð um ofbeldið. Engin lærdómur sökum streitu Í Morgunblaðinu var haft eftir Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar að það kannaðist ekki við þennan eineltis- og ofbeldisvanda. Hermann segir það ekki standast skoðun. „Þetta er augljóslega stofnun sem ekki hægt er að treysta. Ef þau fylgjast ekki betur með hvað er að gerast í skólunum hjá sér, hvernig á ég að geta treyst þeim fyrir börnunum mínum?“ spurði hann. „Starfsmaður skólans hefur sagt við mig: Það heitir ekkert kennsla sem fer fram. Það er svo mikill ófriður, það er svo mikil truflun að þau eru ekki að læra neitt. Nema þetta ógnarástand sem veldur svo mikilli streitu. Segjum að það sé friður, þá meðtaka þau ekki upplýsingar. Streitan er svo mikil.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira