Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Snæbjörn Guðmundsson, Friðleifur E. Guðmundsson, Snorri Hallgrímsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Elvar Örn Friðriksson skrifa 14. febrúar 2025 09:31 Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Snæbjörn Guðmundsson Björg Eva Erlendsdóttir Árni Finnsson Elvar Örn Friðriksson Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun