Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 15:31 Rúben Amorim er að reyna að fóta sig í pressunni sem fylgir því að stýra félagi sem upplifði mikið góðæri um langa hríð undir stjórn Sir Alex Ferguson. Getty/Nick Potts Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að þó að þeir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, glími við svipuð vandamál þá sé pressan umtalsvert meiri hjá United. United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
United og Tottenham hafa valdið gríðarlegum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Þau mætast á sunnudaginn en fyrir leiki helgarinnar er United í 13. sæti með aðeins 29 stig eftir 24 leiki og Tottenham sæti neðar með 27 stig, eða tíu stigum frá fallsæti. Veðbankar eru á einu máli um að Postecoglou sé líklegasti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni til þess að verða rekinn áður en tímabilinu lýkur. Amorim þykir sömuleiðis ekki öruggur í sessi þó að aðeins séu um þrír mánuðir síðan hann tók við United. Amorim var spurður út í líkindin á milli stöðu hans og Postecoglou, og út í það að halda sig við sín gildi í fótboltanum þegar illa árar, eins og þeir þykja báðir hafa gert: „Ég er gríðarlegur aðdáandi Ange Postecoglou. Ég kem úr annarri menningu, er Portúgali og allir portúgalskir þjálfarar geta aðlagast. Ég aðlagast. Ég nota eitt leikskipulag því ég hef trú á því en maur getur notað annað skipulag á sama tíma. Það er mín hugmyndafræði. En við erum ekki að vinna leiki í augnablikinu og ég skil tenginguna við Ange, við erum að glíma við sömu vandamál. En að mínu mati, með fullri virðingu, þá er ég hjá stærra félagi með meiri pressu. Það er mikilvægt fyrir þjálfara að halda sig við sín gildi,“ sagði Amorim. 🚨 Rúben Amorim: “I am a huge fan of Ange Postecoglou. He is a good guy, a very good coach. I understand the connection with me and Ange”.“With respect, I am at a BIGGER club… with bigger pressure”. 👀 pic.twitter.com/ZRqGIZ1DAj— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025 „Allir leikir eru stórleikir fyrir okkur til loka þessa tímabils. Við þurfum að bæta það hvernig við spilum fótbolta en fyrst og fremst þurfum við að vinna. Burtséð frá öllu öðru þá verðum við að vinna og við verðum að bæta það hvernig við spilum fótbolta,“ sagði Portúgalinn. Aðspurður hvort að hann kenndi í brjósti um Postecoglou svaraði Amorim: „Auðvitað. Sérstaklega því hann er góður náungi, góður stjóri, sem vill spila fótbolta með réttum hætti. Þegar við veljum þetta starf þá fylgir því margt gott en við finnum líka pressuna þegar við vinnum ekki.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira