Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 18:00 Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Innflytjendamál Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Það kemur núverandi ríkisstjórn eflaust á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar til valdhafanna. Það er eðlilegt og þess vegna þykir mér bagalegt þegar ráðherrar fara með ósannindi um störf forvera sinna. Í grein núverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Vísi í gær kemur fram að engin vinna hafi átt sér stað við undirbúning frumvarps um afturköllun á alþjóðlegri vernd einstaklinga sem hafa gerst sekir um alvarleg brot. Þetta er einfaldlega rangt. Þegar ég gegndi embætti dómsmálaráðherra var þetta frumvarp í virkri vinnslu og á þingmálaskrá fyrir haustþingið. Ég, aðstoðarmenn mínir, og þá sérstaklega sérfræðingar ráðuneytisins höfðu lagt í mikla vinnu við undirbúning þess. Þegar ríkisstjórnin féll var eðlilegt að málið færi ekki lengra á þeim tímapunkti, en að halda því fram að engin vinna hafi átt sér stað er ekki aðeins ósatt heldur virðingarleysi gagnvart þeim sem unnu að málinu af fagmennsku. Það er ómaklegt og óábyrgt að nýr ráðherra reyni að fegra eigin störf með því að gera lítið úr vinnu annarra - gera sjálfa sig stærri með því að smætta aðra og það með röngum staðhæfingum. Hvort sem um er að ræða vísvitandi rangfærslur eða hreina vanþekkingu, þá ætti ráðherra að leiðrétta þessar tilefnislausu rangfærslur tafarlaust. Að því sögðu fagna ég því að dómsmálaráðherra hyggist leggja frumvarpið fram eins og ég hafði sjálf ráðgert. Í grein hennar talar hún einnig um að hún ætli að samræma reglur í útlendingamálum við norrænu nágrannaríkin. Því er eðlilegt að spyrja, hvers vegna hyggst dómsmálaráðherra þá ekki leggja fram frumvarp um lokuð brottfararúrræði? Það mál var einnig á þingmálaskrá minni, hafði verið vel undirbúið í ráðuneytinu, og er í samræmi við framkvæmd á Norðurlöndum og raunar Schengen svæðinu öllu. Það er holur hljómur í málflutningi dómsmálaráðherra, enda er auðvitað alltaf auðveldara að endurtaka orðin „samræma við nágrannalönd“ heldur en að fylgja þeim eftir með raunverulegum aðgerðum. Höfundur er fyrrum dómsmálaráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun