Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar 15. febrúar 2025 19:32 Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Júlíus Valsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Allir þeir sem setið hafa inni á Litla-Hrauni þekkja vel þann raunveruleika, sem þar blasir við nýjum vistmönnum. Eins og í öðrum fangelsum fá menn fljótlega verklega kennslu í þeim lögmálum sem þar gilda og þeim aðferðum sem menn kunna og beita. Yngri fangar læra af hinum eldri og forhertu. Gildir þar engu hvort menn hafa áhuga á að kynna sér bankarán, fjár- og umboðssvik eða bara venjuleg rán, dópsmygl og þess háttar föndur. Menn læra mjög fljótt að þú svíkur ekki þá sem komu þér þarna inn og bíða þolinmóðir eftir þér fyrir utan girðinguna. Allir vita hvað þá gerist. Þú ert því trúr þínum lífsgildum, glæpakóða og þínum glæpflokki. Reynt er þó af megni af yfirvölum að halda byrjendum í afbrotum aðskildum frá hinum eldri svo vistin innan veggja fangelsisins verði þeim til betrunar. Nýir alþingismenn fá hins vegar að valsa um innan veggja Alþingis og þeim er ekki markvisst haldið frá hinum eldri, reynslumeiri og forhertari. Þeir læra því fljótt hvernig nýta má dvölina þar í eigin þágu, vina sinna og fjölskyldu. Haldin eru námskeið og farið í fræðsluferðir til „vinveittra“ ríkja þar sem menn læra að ræna banka og sjóði og selja landið og auðlindir þess og með lagasetningum og reglugerðum drita niður vindmyllum og smávirkjunum, spæna upp landið og leggja sæstreng og gefa vildarvinum sínum milljarða allt í því heilaga nafni „loftslagsmál“. Vinsælt er að hagnast á innherjaupplýsingum t.d. frá orkufyrirtækjum og með því að greiða götu þeirra innlendra og erlendra aðila sem vilja selja landið og/eða menga það með innfluttri iðnaðarmengun, vítissóda eða viðarkurli sem er dælt í jörðina eða varpað hafið. Oft dugar að múta innlendum eftirlitsstofnunum svo sem Hafró. Menn læra þar að auki af eldri þingmönnum á Alþingi hvernig á brjóta lög landsins jafnvel stjórnarskrána og svíkja stefnu síns eigin flokks, samflokksmenn og sannfæringu nánast án þess að nokkur taki eftir því. Þeir sem komu þér þarna inn munu ekki bíða eftir þér á Austurvelli þegar þú sleppur út. Margt hefur áunnist með þessu hugarfari og er landið og auðlindir þess nú að miklu leyti komnar í eigu alvöru erlendra glæpaflokka þar sem gilda sömu lögmál og á Litla-Hrauni: Þú kjaftar ekki frá og stelur ekki frá okkur. ...eða eins og ungi þingmaðurinn, nýkjörinn til setu á Alþingi, sagði nýlega við fréttamann RÚV af því tilefni að hann vann drengskapareið að stjórnarskránni: "Ég veit ekki hvað ég að gera hér? Er eitthvað eftir á þessu landi til að ræna." Tökum Litla-Hraun til fyrirmyndar og höldum ungum þingmönnum aðskildum frá hinum eldri! Höfundur er fullveldissinni.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar