Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. febrúar 2025 17:35 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Samsett Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir fjölda aðgerða til skoðunar til að bregðast við því ástandi sem uppi er komið í Breiðholtsskóla en þar lýsa foreldrar því að börn þeirra þori ekki að mæta í skólann af ótta við fámennan hóp drengja sem halda árangi í heljargreipum. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi en Steinn segir málið á borði skóla- og frístundasviðs og að allra leiða sé nú leitað til að finna viðeigandi úrræði handa gerendum, þolendum og aðstandendum. Nauðsynlegt sé að grípa fljótar inn í, auka mannafla í skólum borgarinnar og bæta íslenskukennslu barna af erlendu bergi brotinna svo að slík mál endurtaki sig ekki. „Við þurfum að grípa fljótar inn í, senda fleiri inn í skólana til að aðstoða áður en málin fara í þennan farveg sem þau eru í núna og enda í fjölmiðlum,“ segir Steinn. Börn þori ekki í skólann Undanfarna daga hefur verið fjallað mikið um það ógnarástand sem komið er upp í einum árgangi Breiðholtsskóla. Fram hefur komið að þar ríki ógnarástand þar sem líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi sé við lýði. Faðir stúlku í skólanum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun að fámennur hópur haldi sjöunda bekk skólans í heljargreipum. Ástandið væri orðið það slæmt að börn þyrðu ekki í skólann af hræðslu. Sjá einnig: Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Í yfirlýsingu sem kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla gaf frá sér í gær segja þeir fullyrðingar starfsmanna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um að þeir kannist ekki við ástandið vera í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum og harma úrræðaleysi og athafnaleysi stjórnvalda. Vandinn ekki bundinn við skólann Steinn Jóhannsson segir að sér hafi brugðið mjög þegar það komst í fréttir fyrir einhverjum dögum síðan en hann er nýtekinn við starfi sviðsstjóra. Hann hafi notað vikuna til að setja sig inn í málið og leita lausna. „Á föstudaginn funduðum við á sviðinu með skólastjórnendum í Breiðholtsskóla og fagstjóra í miðstöðinni í hverfinu. Við fórum yfir málin og vorum að ræða aðgerðir sem við gætum nýtt til að bregðast við. Ég er líka búinn að hitta foreldra sem tengjast málinu og hlusta á þau og fara yfir málið. Ég er kominn með nokkuð góðan skilning á því sem er að gerast þarna,“ segir hann. Sjá einnig: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Steinn segir þá að vandinn sé ekki bundinn við skólann heldur samfélagið í heild. „Mín fyrstu viðbrögð er að við þurfum fleiri úrræði fyrir þetta unga fólk sem líður þannig að það vilji ekki fara í skólann, það skynjar ofbeldi. Við þurfum bara að gera betur, það er það sem við þurfum að gera,“ segir hann. Meiri mannafli í skólum borgarinnar Menntayfirvöld í borginni hafi verið meðvituð um stöðu mála en ekki gripið nógu hratt inn í, né tekið nógu fast á, að hans mati. Steinn tekur fram að vinna hafi farið fram innan skóla- og frístundasviðs en að sökum þess að málið snertir börn hafi ekki verið unnt að greina frá því. Ekki sé svo að skólayfirvöld borgarinnar hafi setið auðum höndum. Þó hafi sýnt sig að ekki nóg var gert né nógu hratt. „Við þurfum kannski meiri mannafla inn í skólana þegar svona aðstæður koma upp. Við þurfum líka einfaldlega að styðja betur við kennarana okkar og skólastarfið,“ segir Steinn. Til hvaða úrræða ertu þá að vísa? „Við getum sett aðstoð inn í bekkina. Við getum fjölgað kennurum. Við getum sent stuðningsfulltrúa og atferlisfræðinga. Ég veit að landsteymið hefur komið að málum þarna í skólanum sem er á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Við höfum ýmis úrræði og við þurfum einfaldlega að auka þau til þess að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Steinn. Hann segir að almennt sé brugðist við slíkum málum með því að vinna þétt með skólayfirvöldum og foreldrum á hverjum stað fyrir sig en að erfitt sé að tjá sig um þetta tiltekna mál af tilliti til þeirra barna sem eiga í hlut og aðstandenda þeirra. Lærdómur í öllum málum Það sé þó ljóst að nauðsynlegt sé að efla íslenskukennslu. „Við þurfum líka að auka íslenskukennsluna, það er að segja íslenska sem annað tungumál þannig að allir sem koma hingað séu fullfærir um að bjarga sér á íslensku. Ég gleðst yfir því að þetta er eitt af forgangsverkefnum mennta- og barnamálaráðherra að styðja betur við íslenskukennslu,“ segir hann. Aðspurður gat hann ekki tjáð sig um hvernig best væri að fara að því en ítrekaði mikilvægi fljóts inngrips og viðbragða. „Öll mál eru lærdómskúrva fyrir okkur. Við lærum eitthvað nýtt í hverju einasta máli sem kemur upp og sjáum hvað við þurfum að gera betur. Þarna er staðan sú að við ætlum að gera betur og við erum að vinna að aðgerðum til að bregðast við þessu.“ „Vonandi getum við komið þessu í þann farveg að börnunum líði vel í skólanum og að foreldrunum vel að vita af börnunum í skólanum. Sem og að búa starfsfólki gott og öruggt starfsumhverfi svo að því líði vel,“ segir Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi en Steinn segir málið á borði skóla- og frístundasviðs og að allra leiða sé nú leitað til að finna viðeigandi úrræði handa gerendum, þolendum og aðstandendum. Nauðsynlegt sé að grípa fljótar inn í, auka mannafla í skólum borgarinnar og bæta íslenskukennslu barna af erlendu bergi brotinna svo að slík mál endurtaki sig ekki. „Við þurfum að grípa fljótar inn í, senda fleiri inn í skólana til að aðstoða áður en málin fara í þennan farveg sem þau eru í núna og enda í fjölmiðlum,“ segir Steinn. Börn þori ekki í skólann Undanfarna daga hefur verið fjallað mikið um það ógnarástand sem komið er upp í einum árgangi Breiðholtsskóla. Fram hefur komið að þar ríki ógnarástand þar sem líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi sé við lýði. Faðir stúlku í skólanum sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun að fámennur hópur haldi sjöunda bekk skólans í heljargreipum. Ástandið væri orðið það slæmt að börn þyrðu ekki í skólann af hræðslu. Sjá einnig: Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Í yfirlýsingu sem kennarar, skólaliðar og annað starfsfólk Breiðholtsskóla gaf frá sér í gær segja þeir fullyrðingar starfsmanna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar um að þeir kannist ekki við ástandið vera í hrópandi ósamræmi við þá upplýsingagjöf sem verið hefur á undanförnum misserum og harma úrræðaleysi og athafnaleysi stjórnvalda. Vandinn ekki bundinn við skólann Steinn Jóhannsson segir að sér hafi brugðið mjög þegar það komst í fréttir fyrir einhverjum dögum síðan en hann er nýtekinn við starfi sviðsstjóra. Hann hafi notað vikuna til að setja sig inn í málið og leita lausna. „Á föstudaginn funduðum við á sviðinu með skólastjórnendum í Breiðholtsskóla og fagstjóra í miðstöðinni í hverfinu. Við fórum yfir málin og vorum að ræða aðgerðir sem við gætum nýtt til að bregðast við. Ég er líka búinn að hitta foreldra sem tengjast málinu og hlusta á þau og fara yfir málið. Ég er kominn með nokkuð góðan skilning á því sem er að gerast þarna,“ segir hann. Sjá einnig: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Steinn segir þá að vandinn sé ekki bundinn við skólann heldur samfélagið í heild. „Mín fyrstu viðbrögð er að við þurfum fleiri úrræði fyrir þetta unga fólk sem líður þannig að það vilji ekki fara í skólann, það skynjar ofbeldi. Við þurfum bara að gera betur, það er það sem við þurfum að gera,“ segir hann. Meiri mannafli í skólum borgarinnar Menntayfirvöld í borginni hafi verið meðvituð um stöðu mála en ekki gripið nógu hratt inn í, né tekið nógu fast á, að hans mati. Steinn tekur fram að vinna hafi farið fram innan skóla- og frístundasviðs en að sökum þess að málið snertir börn hafi ekki verið unnt að greina frá því. Ekki sé svo að skólayfirvöld borgarinnar hafi setið auðum höndum. Þó hafi sýnt sig að ekki nóg var gert né nógu hratt. „Við þurfum kannski meiri mannafla inn í skólana þegar svona aðstæður koma upp. Við þurfum líka einfaldlega að styðja betur við kennarana okkar og skólastarfið,“ segir Steinn. Til hvaða úrræða ertu þá að vísa? „Við getum sett aðstoð inn í bekkina. Við getum fjölgað kennurum. Við getum sent stuðningsfulltrúa og atferlisfræðinga. Ég veit að landsteymið hefur komið að málum þarna í skólanum sem er á vegum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Við höfum ýmis úrræði og við þurfum einfaldlega að auka þau til þess að þetta endurtaki sig ekki,“ segir Steinn. Hann segir að almennt sé brugðist við slíkum málum með því að vinna þétt með skólayfirvöldum og foreldrum á hverjum stað fyrir sig en að erfitt sé að tjá sig um þetta tiltekna mál af tilliti til þeirra barna sem eiga í hlut og aðstandenda þeirra. Lærdómur í öllum málum Það sé þó ljóst að nauðsynlegt sé að efla íslenskukennslu. „Við þurfum líka að auka íslenskukennsluna, það er að segja íslenska sem annað tungumál þannig að allir sem koma hingað séu fullfærir um að bjarga sér á íslensku. Ég gleðst yfir því að þetta er eitt af forgangsverkefnum mennta- og barnamálaráðherra að styðja betur við íslenskukennslu,“ segir hann. Aðspurður gat hann ekki tjáð sig um hvernig best væri að fara að því en ítrekaði mikilvægi fljóts inngrips og viðbragða. „Öll mál eru lærdómskúrva fyrir okkur. Við lærum eitthvað nýtt í hverju einasta máli sem kemur upp og sjáum hvað við þurfum að gera betur. Þarna er staðan sú að við ætlum að gera betur og við erum að vinna að aðgerðum til að bregðast við þessu.“ „Vonandi getum við komið þessu í þann farveg að börnunum líði vel í skólanum og að foreldrunum vel að vita af börnunum í skólanum. Sem og að búa starfsfólki gott og öruggt starfsumhverfi svo að því líði vel,“ segir Steinn Jóhannsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira