„Verður að skýrast í þessari viku“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:01 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík leggur fram hátt í tuttugu tillögur á borgarstjórnarfundi á morgun. Oddvitar þeirra flokka sem eru í meirihlutaviðræðum hafa farið fram á að fundurinn verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að niðurstaða náist í viðræðunum í þessari viku. Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg héldu áfram í morgun á fimmta degi formlegra viðræðna. Fram hefur komið að húsnæðis- og skólamál hafi verið áberandi. Eðlilegt að taka upp mál og ræða upp á nýtt Borgarstjórnarfundur verður haldinn í ráðhúsinu klukkan tólf morgun en vinstri flokkarnir hafa óskað eftir því að hann verði svokallaður bjöllufundur. Í því felst að hringt er inn til fundar, lagt til að málum á dagskrá verði frestað og atkvæðagreiðsla fer fram um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram átján tillögur fyrir fundinn á morgun og Framsóknarflokkurinn eina. Meðal tillagna eru að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi til 2040, selja Ljósleiðarann ehf, bílastæðahús og fækka upplýsingafulltrúum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og oddviti viðreisnar segir fólk byrjað að setja sig í stellingar fyrir framhaldið. „Ég held að það sé bara hugur í þeim flokkum. Ég sé það líka á dagskránni í dag. Ég sé að Sjálfstæðisflokkurinn vill fá umræðu um gamalkunnug mál. Nú er breyttur meirihluti í borginni, ef þær ná að semja um nýtt samkomulag og þá er eðlilegt að taka upp mál sem hafa áður verið afgreidd og ræða upp á nýtt. Það getur vel verið að einhver afstaða hafi breyst,“ segir Þórdís. Getum ekki lengi búið við þessa óvissu Einu málin sem verða afgreidd séu fundargerðir og lausnarbeiðni Kolbrúnar Baldursdóttur oddvita Flokks fólksins sem hefur tekið sæti á þingi. Þórdís segir brýnt að niðurstaða í meirihlutaviðræðunum náist sem fyrst . „Það er mjög mikilvægt að það skýrist í þessari viku. Við getum ekki búið við þessa óvissu mjög lengi en það er þó ekkert óeðlilegt að það taki nokkra daga að semja. Þarna eru tveir flokkar sem hafa aldrei verið í meirihluta áður. Þetta verður að skýrast í þessari viku. Ég geri fastlega ráð fyrir að við verðum með aukaborgarstjórnarfund í þessari eða næstu viku,“ segir Þórdís.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira