Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Valur Páll Eiríksson skrifar 18. febrúar 2025 08:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ og í jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu. Vísir/Ívar Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum. Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í byrjun þessa mánaðar undir tilskipun sem bannar trans konum alfarið að taka þátt í kvennaíþróttum vestanhafs. Tilskipunin beinist helst gegn skólum en Trump hótar því að skera niður alríkisstyrki til skóla sem bjóða trans konum upp á þátttöku í kvennaíþróttum. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sem situr í framkvæmdastjórn ÍSÍ sem og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu, segir tilskipun Trumps áhyggjuefni. „Við auðvitað óttumst áhrifin sem hans ákvarðanir munu hafa. Það er kannski of snemmt að segja hver áhrifin verða en við óttumst auðvitað að þetta hafi áhrif og stuðli að frekari útilokun sem er ekki gott,“ „Það hefur þrengt að trans fólki í íþróttum á undanförnum misserum og þá sérstaklega trans konum. Í rauninni kannski ekki vegna þess að það sé mjög aðkallandi mál. Við höfum ekki verið að upplifa það í íþróttahreyfingunni að trans konur séu ógn við íþróttakonur eða þetta sé það stór hópur að það þurfi að bregðast strax við. Ég held það sé ekki endilega innistæða fyrir því,“ segir Kolbrún. Snúist meira um fordóma en öryggi Borið hefur á aukinni andúð í garð trans fólks í íþróttum síðustu misseri. Umræðan byggist helst á áhyggjum af öryggi íþróttakvenna en Kolbrún segir rannsóknir ekki hafa sýnt fram á meint óöryggi. „Við höfum kannski haft þá tilfinningu að þetta snúist meira um fordóma gegn trans fólki heldur en nokkurn tíma öryggi íþróttakvenna,“ Kolbrún segir öryggisákall Trumps og fleiri vera ákveðið yfirvarp. Í raun byggi tilskipunin á fordómum.Vísir/Ívar „Við höfum séð það erlendis að alþjóðasambönd hafa gripið til þess að útiloka trans konur frá keppni á efsta stigi. Það er stundum misjafnt hvort það sé ástæða fyrir þessari útilokun eða ekki. Hvort að fólk sé að fyrirbyggja eitthvað sem gæti gerst mögulega, eða hvort það sé einhver raunveruleg ógn þar. En það hefur ekki verið sýnt fram á að það sé raunveruleg ógn sem kalli á þetta,“ segir Kolbrún. Alvarlegar afleiðingar fyrir Khelif Dæmi um þessa fordóma hafi kjarnast í háværri umræðu um hnefaleikakonuna Imane Khelif sem keppti á Ólympíuleikunum í sumar. Upplýsingaóreiðan varð algjör er frægt fólk á við Elon Musk og J.K. Rowling úthrópaði hana sem karlmann að berja konur á Ólympíuleikum. Khelif er hvorki karl né trans kona. Því hefur verið haldið fram að hún sé intersex, en það hefur hvergi verið staðfest. Intersex hefur að gera með meðfædd frávik á erfðafræðilegri framsetningu, hormónastarfsemi og kynfærum. Trans, til samanburðar, er heiti yfir fólk sem er með kynvitund sem ekki samræmist því kyni sem úthlutað er við fæðingu. „Hún er sökuð um að vera trans kona og sökuð um að vera karl að keppa á móti konum. Það er bara fullt af fólki sem hefur rödd úr valdastöðu sem fór að beita sinni rödd þarna til að níðast á henni. Þetta hafði mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þessa íþróttakonu. Þetta er ekki sú vegferð sem við viljum vera á,“ segir Kolbrún. Ísland eigi að standa fyrir inngildingu fremur en útilokun Hún hefur áhyggjur af þróuninni og að fleiri feti í fótspor Trump og útiloki fólk frá þátttöku. Ísland eigi að berjast gegn slíku á alþjóðavettvangi. „Við þurfum að muna það að á Íslandi eru lög um kynrætt sjálfstæði. Þannig að þegar Íslendingar fara á ársþing alþjóðasambandanna eigum við auðvitað að kjósa um það að trans fólk fái að keppa. Við eigum að nýta okkar rödd og okkar góðu lög til að styrkja okkur í því,“ „Mögulega munu fleiri sambönd banna trans fólki að keppa á efsta stigi og það er miður. En mitt persónulega mat er að við ættum að nýta röddina okkar til að standa með trans fólki en ekki á móti því,“ segir Kolbrún. Sjá má frétt úr Sportpakka gærkvöldsins í spilaranum.
Hinsegin Bandaríkin Donald Trump ÍSÍ Málefni trans fólks Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira