Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun