Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2025 13:31 Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Nú ber en frekar á óþolinmæði fyrir aðgerðum Kennarasambandsins, hvort sem það eru foreldrar, atvinnurekendur eða stjórnvöld. Við sem stétt höfum verið dugleg að kalla eftir því að foreldrar girði sig, ali upp krakkana sýna og standi með kennurum. Beri virðingu fyrir störfum kennara. Sem er allt gott og blessað. Það fylgir því auðvitað mikil vinna að vinna traust og virðingu kúnnahópsins sem við þjónustum. Það er líka hluti af vinnunni. En hvað ætlum við að gera við alla þessa virðingu. Stinga henni í vasann? Setja hana ofan á brauð? Hún borgar ekki reikningana. Ég sem kennari er bara frekar til í að fá hærri laun, meiri kost á yfirvinnu, að hafa nóg fyrir stafni. Ég ávinn mér svo sjálfur virðingu, með því að standa mig vel í starfi, bæði gagnvart foreldrum og nemendum. Verst að maður getur ekki bara beðið um launahækkun fyrir að skila af sér meir framleiðni í rekstrarumhverfi skólans. Verum þá hörð í horn að taka og hættum að biðjast afsökunar á að berjast fyrir betri kjörum. Ég betla ekki um virðingu frá foreldrum eða nemendum og ég vill ekki að við sem starfstétt gerum það heldur. Við erum hörkutól, högum okkur þannig. Við vitum nefnilega að til að vera góður kennari þá þarftu að vera með bein í nefinu. Við tökumst á við krefjandi aðstæður á hverjum degi. Að geta tekist á við erfið mál og tækla þau af festu og fagmennsku eru okkar ær og kýr. Hættum að tala um mannsæmandi laun, það veit í rauninn enginn hvað það þýðir. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tímann mætt í launaviðtal og beðið um mannsæmandi laun. Berjumst bara fyrir góðum launum. Og sjáum svo sjálf um að afla okkur virðingar. Það mun enginn sjá um að gera það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun