Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 16:07 Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði. Vísir Boðað hefur verið til aukafundar í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á morgun til að ræða stöðuna í Breiðholtsskóla. Staða skólans er eina málið sem er á dagskrá fundarins. Steinn Jóhannsson sviðsstjóri hjá skóla- og frístundsviði segir unnið að því að bregðast við svo börn séu örugg í skólanum og foreldrum líði vel með að senda börnin í skólann. Starfsmenn og foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tíðs ofbeldis innan skólans. Einu barni hafi verið haldið heima vegna þess máls. „Við munum fara yfir þetta á aukafundinum á morgun. Ég fundaði síðasta föstudag með foreldrum sem tengjast málinu og stjórnendum í kjölfarið. Við vorum að funda í dag með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúa Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu um aðgerðir sem við erum að fara í,“ segir Steinn. Hann segir að unnið hafi verið að úrbótum innan skólans í einhvern tíma en það eigi að bæta við þann stuðning. Það sé búið að teikna upp aðgerðir sem hann telji að verði skólasamfélaginu til heilla. Til dæmis hafi verið kallað til svokallað Senter-teymi til að sjá um hópefli með barnahópnum, þau hafi fengið hegðunarráðgjafa til að aðstoða, og Flotann, sem sé farteymi. Þá hafi verið kallaðir til brúarsmiðir sem eigi að efla tengsl við fjölskyldur barna sem séu með erlendan uppruna, stuðningsfulltrúum í árganginum sem um ræðir hafi einnig verið fjölgað á þessu skólaári og stöðugildum kennara fjölgað. „Við erum að fara af stað með sumt af þessu, en brúarsmiðirnir hafa til dæmis verið lengi. Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Við þurfum að gera betur fyrst úrræðin voru ekki að virka nægilega vel. Þurfum að stíga fastar inn.“ Skoðar breytingu á þjónustu Auk þess þurfi við þessar aðstæður að skoða betur samsetningu nemendahópsins og hvort það þurfi að breyta samsetningu hópsins eða þeirri þjónustu sem er í boði innan skólans. „Þegar það kemur upp ofbeldi í skóla þá skoðum við hvort barnið sé að fá stuðning og þjónustu sem það þarf í viðkomandi skóla. Hvort því sé betur borgið í öðrum skóla þar sem er boðið upp á annars konar þjónustu,“ segir Steinn. Það sé skoðað í samhengi við þarfir barnsins hverju sinni. „Ég held að fólk kannski átti sig ekki á því hversu flókið skólasamfélagið er orðið. Hjá Reykjavíkurborg erum við til dæmis með nemendur sem tala rúmlega 70 tungumál. Einn fjórði af nemendum borgarinnar er af erlendum uppruna. Þannig við þurfum svo sannarlega að auka við stuðning til að styrkja betur félagsfærni allra sem eru í skólanum.“ Hann segir Reykjavíkurborg vilja þjónusta þennan hóp en það sé ljóst að það þurfi að gera betur þegar kemur að inngildingu og samþættingu. „Ég held að við séum á réttri leið en við munum fara betur yfir þetta á morgun á fundinum með skóla- og frístundaráði.“ Hann segir þetta mál vera erfitt fyrir starfsmenn, foreldra og börn í skólanum og vonar að þau fái frið til að vinna að lausn. Skólinn muni fá þann stuðning sem hann þarf í þann tíma sem hann þarf. „Við þurfum núna að hlúa áfram að þeim og sjá til þess að hlutirnir gangi vel. Við hlaupum ekki frá hálfnuðu verki. Ef þau þurfa sértækan stuðning til frambúðar verður það skoðað.“ Hann segir óskaniðurstöðu í þessu máli að börn séu örugg, að foreldrum líði vel með að senda börn sín í Breiðholtsskóla og að starfsfólk upplifi starfsumhverfi sitt öruggt. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Starfsmenn og foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tíðs ofbeldis innan skólans. Einu barni hafi verið haldið heima vegna þess máls. „Við munum fara yfir þetta á aukafundinum á morgun. Ég fundaði síðasta föstudag með foreldrum sem tengjast málinu og stjórnendum í kjölfarið. Við vorum að funda í dag með fulltrúum ráðuneytisins og fulltrúa Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu um aðgerðir sem við erum að fara í,“ segir Steinn. Hann segir að unnið hafi verið að úrbótum innan skólans í einhvern tíma en það eigi að bæta við þann stuðning. Það sé búið að teikna upp aðgerðir sem hann telji að verði skólasamfélaginu til heilla. Til dæmis hafi verið kallað til svokallað Senter-teymi til að sjá um hópefli með barnahópnum, þau hafi fengið hegðunarráðgjafa til að aðstoða, og Flotann, sem sé farteymi. Þá hafi verið kallaðir til brúarsmiðir sem eigi að efla tengsl við fjölskyldur barna sem séu með erlendan uppruna, stuðningsfulltrúum í árganginum sem um ræðir hafi einnig verið fjölgað á þessu skólaári og stöðugildum kennara fjölgað. „Við erum að fara af stað með sumt af þessu, en brúarsmiðirnir hafa til dæmis verið lengi. Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Við þurfum að gera betur fyrst úrræðin voru ekki að virka nægilega vel. Þurfum að stíga fastar inn.“ Skoðar breytingu á þjónustu Auk þess þurfi við þessar aðstæður að skoða betur samsetningu nemendahópsins og hvort það þurfi að breyta samsetningu hópsins eða þeirri þjónustu sem er í boði innan skólans. „Þegar það kemur upp ofbeldi í skóla þá skoðum við hvort barnið sé að fá stuðning og þjónustu sem það þarf í viðkomandi skóla. Hvort því sé betur borgið í öðrum skóla þar sem er boðið upp á annars konar þjónustu,“ segir Steinn. Það sé skoðað í samhengi við þarfir barnsins hverju sinni. „Ég held að fólk kannski átti sig ekki á því hversu flókið skólasamfélagið er orðið. Hjá Reykjavíkurborg erum við til dæmis með nemendur sem tala rúmlega 70 tungumál. Einn fjórði af nemendum borgarinnar er af erlendum uppruna. Þannig við þurfum svo sannarlega að auka við stuðning til að styrkja betur félagsfærni allra sem eru í skólanum.“ Hann segir Reykjavíkurborg vilja þjónusta þennan hóp en það sé ljóst að það þurfi að gera betur þegar kemur að inngildingu og samþættingu. „Ég held að við séum á réttri leið en við munum fara betur yfir þetta á morgun á fundinum með skóla- og frístundaráði.“ Hann segir þetta mál vera erfitt fyrir starfsmenn, foreldra og börn í skólanum og vonar að þau fái frið til að vinna að lausn. Skólinn muni fá þann stuðning sem hann þarf í þann tíma sem hann þarf. „Við þurfum núna að hlúa áfram að þeim og sjá til þess að hlutirnir gangi vel. Við hlaupum ekki frá hálfnuðu verki. Ef þau þurfa sértækan stuðning til frambúðar verður það skoðað.“ Hann segir óskaniðurstöðu í þessu máli að börn séu örugg, að foreldrum líði vel með að senda börn sín í Breiðholtsskóla og að starfsfólk upplifi starfsumhverfi sitt öruggt.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda