Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2025 17:19 Dóra Björt er oddviti Pírata í borgarmálunum. Vísir/Arnar Oddviti Pírata segist vongóður um að meirihlutaviðræðum síðustu daga verði lokið í þessari viku. Stólar og embætti hafi enn lítið verið rædd. Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“ Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Flokks fólksins og Vinstri grænna hafa staðið yfir í tæpa viku, en í gær var greint frá því að drög að málefnasamningi milli flokkanna lægi fyrir. „Við erum komin nokkuð langt, erum að vinna texta sáttmálans og erum búin að snerta á flestöllum málefnum. Þetta lítur bara vel út hjá okkur og við vonum bara að við náum til lands, fljótt og örugglega,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Erum við þá að tala um í þessari viku? „Ég held það, ég vona það. Það lítur þannig út að það gæti náðst.“ Gott að skapa ró um stjórn borgarinnar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti bæjarstjórnar sagði í gær að brýnt væri að niðurstaða næðist í viðræðurnar í þessari viku. „Það er auðvitað gott að það skapist ró um stjórn borgarinnar, fyrirsjáanleiki um það hvernig störfum verður háttað, hver mun gegna hvaða hlutverki og hvað við erum að fara að gera. Það er auðvitað það sem við erum að ræða hér,“ segir Dóra. Eðlilegt sé að fólk vilji fá áherslur nýs meirihluta fram sem fyrst. „En eins og ég hef sagt. Það er mikilvægt að vanda sig, en auðvitað gera þetta hratt og örugglega.“ Fjölda mála frestað á bjöllufundi Svokallaður bjöllufundur fór fram í borgarstjórn í dag, þar sem öllum málum var frestað. „Það er ekkert óeðlilegt við það. Við erum að vinna að nýrri samstarfsyfirlýsingu og það er auðvitað eitthvað sem er gott að liggi fyrir áður en lengra er haldið.“ Enn hafi lítið verið rætt um stóla og embætti. „Vegna þess að við höfum verið að tala um verkefnin og við viljum klára það.“
Borgarstjórn Reykjavík Píratar Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira