Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. febrúar 2025 19:31 Daði Már Kristófersson er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Fjármálaráðherra tók þátt í umræðum á Alþingi um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi í dag. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðiflokksins tók fyrstur til máls og spurði fjármálaráðherra hvort markmið strandveiðikerfisins um að ná fram byggðasjónarmiðum og auka nýliðun í sjávarútvegi hefðu náðst. Eins og frægt er orðið er það stefna ríkisstjórnarinnar að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, en engar útfærslur liggja fyrir um þessi áform. Strandveiðitímabilið er 48 dagar í núgildandi lögum, en veiðar hafa verið stöðvaðar ef heildarþorskkvóti strandveiðanna, 10 þúsund tonn, klárast áður en því lýkur. Strandveiðar hafi ekki tryggt byggðafestu Vilhjálmur segir að auðlindanýting hafsins og „það sjálfbæra og skynsamlega kerfi sem við höfum búið til þar“ sé grunnurinn að því öfluga sjávarútvegskerfi sem sé við lýði á Íslandi í dag. „Við sjáum áhrif íslensks sjávarútvegs út um allt samfélag en um 90% af öllum aflaheimildum eru úti á landsbyggðinni. Fiskvinnslurnar eru með stærri vinnustöðum í mörgum sjávarplássum um landið. Sjómenn og annað starfsfólk er tekjuhátt sem skilar háum útsvarsgreiðslum,“ segir Vilhjálmur. „Útgerðarfyrirtækin úr mínum gamla góða heimabæ, Grindavík, greiddu t.d. um 1 milljarð í veiðileyfagjöld á síðasta ári og þá er annað skattspor fyrirtækjanna ekki talið með. Tekjur beint af landsbyggðinni.“ „Þegar strandveiðikerfið var sett á legg 2009 voru markmiðin skýr um að ná fram byggðasjónarmiðum og auka nýliðun í sjávarútvegi, bæði mjög mikilvæg markmið í sjálfu sér. Nú 16 árum síðar hefur aflinn í strandveiðikerfinu næstum fjórfaldast og stefnir í að aukast enn frekar. Á undanförnum árum hafa svo almennar aflaheimildir frekar dregist saman, aflaheimildirnar sem eru grunnurinn að því kerfi sem við höfum treyst á í okkar efnahagslífi.“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að við séum með eina sjávarútvegskerfi heims sem ekki er háð ríkisframlögum. Margar þjóðir horfi til okkar sem fyrirmyndar.Vísir/Vilhelm Skýrslur og samantektir sýni að flestir þeir sem stundi strandveiðar búi á suðvesturhorni landsins eða í nágrenni þess. Þá hafi ekki frést af mörgum heilsársstörfum vegna strandveiða og meðalaldur þeirra sem þær stundi sé hár, og bendi ekki til mikillar nýliðunar. Kerfið ekki stuðlað að nýliðun Daði Már sagði í andsvari sínu að markmið strandveiða væru af félagslegum toga. „Markmið sem nefnd hafa verið eru meðal annars að styrkja byggð og örva atvinnu í sjávarbyggðum landsins, að greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi og opna fyrir takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflamarks eða krókaaflamarks, að gefa núverandi handhöfum aflamarks eða krókaaflamarks möguleika á að stunda frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum.“ Því næst vísar hann í nokkrar skýrslur sem gerðar hafa verið um áhrif strandveiða með tilliti til markmiða þeirra. Ein slík hafi verið gerð á vegum Háskólaseturs Vestfjarða árið 2010. „Meðal niðurstaðna úttektarinnar var að 80% strandveiðimanna hefðu gert bát út á fiskveiðar áður og yfir helmingur útgerðaraðila hafði að baki sögu í kvótakerfinu, en 80% af þeim áttu kvóta á sama tíma og þeir stunduðu strandveiðarnar.“ Þá sýni skýrsla frá Háskólanum á Akureyri frá 2017 að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Daði segir að skýrslur hafi sýnt fram á að strandveiðikerfið hafi ekki stuðlað að mikilli nýliðun inn í aflamarkskerfið. Íslendingar vilji hins vegar að jafnræðis sé gætt milli sjónarmiða hagræðis og byggðasjónarmiða í sjávarútvegsmálum. Mynd tekin á Suðureyri.Vísir/Vilhelm Að lokum segir hann að í skýrslunni Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur, sem unnin var 2023, hafi verið gerð könnun sem leiddi í ljós að Íslendingar vilji almennt að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Í seinni ræðu sinni sagði Daði að Íslendingar væru ein af örfáum þjóðum í heiminum sem niðugreiði ekki sjávarútveg, þar með talið strandveiðarnar. „Ég vil í því samhengi benda á þá augljósu staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar á Íslandi væru allar hafnir fullar af trillum. Það væri ekkert annað notað við veiðar en trillur. Tilfellið er að svo er ekki. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Það sem kemur á óvart er að strandveiðarnar eru samt ábatasamar,“ sagði Daði. Huga þurfi að svæðaskiptingu Aðrir sem tóku til máls í umræðunum voru meðal annars Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Hann segir að huga þurfi að því hvernig strandveiðidagarnir séu nýttir, með tilliti til landshluta. „Eigum við ekki líka að horfa til þess að reyna að veiða fiskinn þegar hann er sem verðmætastur? Við þekkjum það alveg að fiskurinn gengur fyrst á vorin úti fyrir Vestfjörðum og síðan fer hann norður fyrir land og endar fyrir austan.“ „Við þekkjum það sömuleiðis af reynslusögum sjómanna fyrir norðan og austan, sem hafa byrjað á strandveiðum í byrjun maí og eru að því fram eftir sumri, að fiskurinn sem dreginn er að landi á fyrstu vikum tímabilsins er ekki boðleg vara til nýtingar.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi, segir að strandveiðar hafi sýnt það og sannað að þær séu þjóðhagslega hagkvæmar, og þær hafi komið með mikla innspýtingu inn í sjávarbyggðirnar. „Strandveiðar gefa eldri sjómönnum tækifæri til að stunda útgerð á eigin bátum eftir kannski langa starfsævi á stærri skipum og þær veita ungu fólki tækifæri til að kynna sér sjómennsku. Strandveiðar eru hluti af menningu þjóðarinnar, strandveiðimenningu þjóðarinnar sem á að efla.“ Sigurjón Þórðarson er ötull talsmaður strandveiða.Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðausturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar, segir fráleitt að tala niður þá sem stunda strandveiðar af því þeir komi mögulega af höfuðborgarsvæðinu. „Frú forseti. Mér finnst ekki leggjast mikið fyrir hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins og reyndar einnig hv. þingmann Miðflokksins í þessari umræðu að vera að tína hérna til alla mögulega og ómögulega hluti til að sverta strandveiðar, það litla frelsi sem er að finna í kvótakerfinu, það örlitla frelsi. Og hvaðan koma þessar fullyrðingar? Jú, þær koma frá SFS,“ sagði Sigurjón Þórðarson. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Tengdar fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 3. febrúar 2025 08:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Fjármálaráðherra tók þátt í umræðum á Alþingi um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi í dag. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðiflokksins tók fyrstur til máls og spurði fjármálaráðherra hvort markmið strandveiðikerfisins um að ná fram byggðasjónarmiðum og auka nýliðun í sjávarútvegi hefðu náðst. Eins og frægt er orðið er það stefna ríkisstjórnarinnar að tryggja 48 daga strandveiðitímabil í sumar, en engar útfærslur liggja fyrir um þessi áform. Strandveiðitímabilið er 48 dagar í núgildandi lögum, en veiðar hafa verið stöðvaðar ef heildarþorskkvóti strandveiðanna, 10 þúsund tonn, klárast áður en því lýkur. Strandveiðar hafi ekki tryggt byggðafestu Vilhjálmur segir að auðlindanýting hafsins og „það sjálfbæra og skynsamlega kerfi sem við höfum búið til þar“ sé grunnurinn að því öfluga sjávarútvegskerfi sem sé við lýði á Íslandi í dag. „Við sjáum áhrif íslensks sjávarútvegs út um allt samfélag en um 90% af öllum aflaheimildum eru úti á landsbyggðinni. Fiskvinnslurnar eru með stærri vinnustöðum í mörgum sjávarplássum um landið. Sjómenn og annað starfsfólk er tekjuhátt sem skilar háum útsvarsgreiðslum,“ segir Vilhjálmur. „Útgerðarfyrirtækin úr mínum gamla góða heimabæ, Grindavík, greiddu t.d. um 1 milljarð í veiðileyfagjöld á síðasta ári og þá er annað skattspor fyrirtækjanna ekki talið með. Tekjur beint af landsbyggðinni.“ „Þegar strandveiðikerfið var sett á legg 2009 voru markmiðin skýr um að ná fram byggðasjónarmiðum og auka nýliðun í sjávarútvegi, bæði mjög mikilvæg markmið í sjálfu sér. Nú 16 árum síðar hefur aflinn í strandveiðikerfinu næstum fjórfaldast og stefnir í að aukast enn frekar. Á undanförnum árum hafa svo almennar aflaheimildir frekar dregist saman, aflaheimildirnar sem eru grunnurinn að því kerfi sem við höfum treyst á í okkar efnahagslífi.“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að við séum með eina sjávarútvegskerfi heims sem ekki er háð ríkisframlögum. Margar þjóðir horfi til okkar sem fyrirmyndar.Vísir/Vilhelm Skýrslur og samantektir sýni að flestir þeir sem stundi strandveiðar búi á suðvesturhorni landsins eða í nágrenni þess. Þá hafi ekki frést af mörgum heilsársstörfum vegna strandveiða og meðalaldur þeirra sem þær stundi sé hár, og bendi ekki til mikillar nýliðunar. Kerfið ekki stuðlað að nýliðun Daði Már sagði í andsvari sínu að markmið strandveiða væru af félagslegum toga. „Markmið sem nefnd hafa verið eru meðal annars að styrkja byggð og örva atvinnu í sjávarbyggðum landsins, að greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi og opna fyrir takmarkaðar veiðar þeirra sem ekki eru handhafar aflamarks eða krókaaflamarks, að gefa núverandi handhöfum aflamarks eða krókaaflamarks möguleika á að stunda frjálsar handfæraveiðar að uppfylltum skilyrðum.“ Því næst vísar hann í nokkrar skýrslur sem gerðar hafa verið um áhrif strandveiða með tilliti til markmiða þeirra. Ein slík hafi verið gerð á vegum Háskólaseturs Vestfjarða árið 2010. „Meðal niðurstaðna úttektarinnar var að 80% strandveiðimanna hefðu gert bát út á fiskveiðar áður og yfir helmingur útgerðaraðila hafði að baki sögu í kvótakerfinu, en 80% af þeim áttu kvóta á sama tíma og þeir stunduðu strandveiðarnar.“ Þá sýni skýrsla frá Háskólanum á Akureyri frá 2017 að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Daði segir að skýrslur hafi sýnt fram á að strandveiðikerfið hafi ekki stuðlað að mikilli nýliðun inn í aflamarkskerfið. Íslendingar vilji hins vegar að jafnræðis sé gætt milli sjónarmiða hagræðis og byggðasjónarmiða í sjávarútvegsmálum. Mynd tekin á Suðureyri.Vísir/Vilhelm Að lokum segir hann að í skýrslunni Auðlindin okkar - sjálfbær sjávarútvegur, sem unnin var 2023, hafi verið gerð könnun sem leiddi í ljós að Íslendingar vilji almennt að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða. Í seinni ræðu sinni sagði Daði að Íslendingar væru ein af örfáum þjóðum í heiminum sem niðugreiði ekki sjávarútveg, þar með talið strandveiðarnar. „Ég vil í því samhengi benda á þá augljósu staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar á Íslandi væru allar hafnir fullar af trillum. Það væri ekkert annað notað við veiðar en trillur. Tilfellið er að svo er ekki. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. Það sem kemur á óvart er að strandveiðarnar eru samt ábatasamar,“ sagði Daði. Huga þurfi að svæðaskiptingu Aðrir sem tóku til máls í umræðunum voru meðal annars Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. Hann segir að huga þurfi að því hvernig strandveiðidagarnir séu nýttir, með tilliti til landshluta. „Eigum við ekki líka að horfa til þess að reyna að veiða fiskinn þegar hann er sem verðmætastur? Við þekkjum það alveg að fiskurinn gengur fyrst á vorin úti fyrir Vestfjörðum og síðan fer hann norður fyrir land og endar fyrir austan.“ „Við þekkjum það sömuleiðis af reynslusögum sjómanna fyrir norðan og austan, sem hafa byrjað á strandveiðum í byrjun maí og eru að því fram eftir sumri, að fiskurinn sem dreginn er að landi á fyrstu vikum tímabilsins er ekki boðleg vara til nýtingar.“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðvesturkjördæmi, segir að strandveiðar hafi sýnt það og sannað að þær séu þjóðhagslega hagkvæmar, og þær hafi komið með mikla innspýtingu inn í sjávarbyggðirnar. „Strandveiðar gefa eldri sjómönnum tækifæri til að stunda útgerð á eigin bátum eftir kannski langa starfsævi á stærri skipum og þær veita ungu fólki tækifæri til að kynna sér sjómennsku. Strandveiðar eru hluti af menningu þjóðarinnar, strandveiðimenningu þjóðarinnar sem á að efla.“ Sigurjón Þórðarson er ötull talsmaður strandveiða.Vísir/Vilhelm Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins fyrir Norðausturkjördæmi og formaður atvinnuveganefndar, segir fráleitt að tala niður þá sem stunda strandveiðar af því þeir komi mögulega af höfuðborgarsvæðinu. „Frú forseti. Mér finnst ekki leggjast mikið fyrir hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins og reyndar einnig hv. þingmann Miðflokksins í þessari umræðu að vera að tína hérna til alla mögulega og ómögulega hluti til að sverta strandveiðar, það litla frelsi sem er að finna í kvótakerfinu, það örlitla frelsi. Og hvaðan koma þessar fullyrðingar? Jú, þær koma frá SFS,“ sagði Sigurjón Þórðarson.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Tengdar fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 3. febrúar 2025 08:44 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Sjá meira
Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 3. febrúar 2025 08:44